Leita í fréttum mbl.is

Er bloggið merkilegt fyrirbæri?

Enga langtíimareynslu hef ég af því að skrifa hugrenningar mínar á litla afmarkaða síðu á netinu. En ég upplifi blogfræðin. Ég sit einn, einmana og yfirgefinn og aðeins tíkin mín litla sýnir þessu einhvern áhuga. Vill reyndar að ég hætti - og klappi sér í staðinn. Enginn truflar, enginn andmælir, enginn segir orð fyrr en ef til vill á morgun, eða hinn daginn eða alls ekki. Ætti maður að kvænast blogginu? Einhver gæti hakkað þetta í sig einhversstaðar, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti lofað þetta í hástert, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti fengið hugmynd að skáldsögu úr skrifum mínum sem leiddi til Nóbelsverðlauna, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti orðið maður fólksins og hlotið mörg, mörg atkvæði út á einhverja hugljómun úr skrifum mínum, án þess að ég hefði hugmynd um. Kemur þetta í staðinn fyrir eitthvað annað - eða er þetta framtíðin? Hef ekki hugmynd um það! Best að hætta áður en næsta gullkorn hrynur úr penna...æ ég meina lyklaborði mínu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband