Leita í fréttum mbl.is

Er framsókn elliær?

Í gær átti framsókn afmæli. Við fórum tveir fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins hér á grautarfund framsóknar sem var jafnframt afmælisfagnaður þeirra. Framsókn hér á Húsavík hefur haft vit og getu til þess að hittast einu sinni í viku yfir veturinn milli 11 og tólf á laugardagsmorgnum. Vel var mætt hjá maddömuni. Við færðum þeim blóm frá flokknum og ég afhenti þeim bók Steingríms J "Við öll" með kveðju frá höfundinum sem hljóðaði einhvern veginn svona : Afmæliskveðjur til flokksins sem hefur ekki notið starfskrafta okkar undirritaðra. Skrifaði hann þetta sjálfur um morguninn en þá var hann að kynna bók sína í bókabúðinni. Voru allir glaðir við gjafir þessar. Grauturinn var líka góður hjá framsókn og loftkökurnar sömuleiðis. Ef ég væri ekki svona kurteis þá hefði ég talið þetta teikn og mikil skilaboð. Valgerður kom og var vel fagnað, en við fórum og var brottför okkar vel fagnað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband