Leita í fréttum mbl.is

Skoðanir sértrúarhópa

Umhverfissamtök í Þingeyjarsýslum lýsa yfir undrun á ummælum umhverfissamtaka á Akureyri um náttúru og orkunýtingu í Þingeyjarsýslum. Þessi samtök (HÚSGULL, SNUÞ, Skógræktarfélag Húsavíkur) gera engar athugasemdir við rannsóknir í Gjástykki og fagna því að nýting svæðisins hefur opnað nýja möguleika í ferðaþjónustu og náttúruskoðun.
Vonandi leiða rannsóknir í ljós mikla orku sem nýtt verður í allra þágu.
Það er sérkennilegt að fréttamenn ríkisútvarpsins hafa aldrei séð ástæðu til að leita álits þeirra sem búa á þessum svæðum. Fréttamenn taka þannig þátt í rangri upplýsingagjöf og ala á framgangi öfgahópa sem vinna skemmdarverk á atvinnuuppbyggingu alls fjarri heimaslóð. Innlegg sértrúar- og öfgahópa á opinberu framfæri eins og SUNN og Landverndar, er í óþökk ofangreindara umhverfissamtaka sem og langflestra landsmanna.

Megi fréttastofa ríkisrekins fjölmiðils vanda sig betur i framtíðinni við að koma fréttnæmum tíðindum til landsmanna. Gjástykki tilheyrir sveitarfélaginu Þingeyjarsveit og í sameiningu hafa sveitarfélögin á svæðinu (Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit) samþykkt svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir orkurannsóknum og nýtingu í Gjástykki, og á Þeistareykjum. Það er ekki á valdi einhvers Akureyrings eða fréttamanna að breyta því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 92522

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband