Leita í fréttum mbl.is

Hver ætlar að græða á gengisfellingu krónunnar?

Þegar horft er yfir fjármálamarkaðinn virðist augljóst að gammar markaðsins eru að undirbúa 20-30% gengisfall krónunnar á næstu mánuðum. Eru búnir að koma aurum sínum fyrir í erlendum gjaldeyri, taka gríðarleg lán (td með hlutafjáraukningum) í íslenskun krónum og ætla síðan að gengisfella krónuna, koma með verðmætan gjaldeyri sinn og greiða verðfallin lánin sín í hvelli áður en verðbólguáhrif gengisfallsins fara að verka á íslenskan lánamarkað. Raunar skiptir það ekki svo miklu máli - því mest af þessu eru óverðtryggð lán sem gammarninr hafa geta gramsað í.
Hinir yndislegu bankar fara fyrir í þessu fári enda eiga gammarnir bankana og draga okkur á asnaeyrunum stanslaust. Vanmáttug peningastjórnun ræður ekki við þetta. Mátulegt væri á gammana að gengið væri hækkað handvirkt um 30% og gjaldfella lánin þeirra á sama tíma. En hver getur það svo sem? Og ekki neitt bull um markað og samkeppni, það vita allir að gammarnir ráða þessu, ÞEIR eru mafrkaðurinn, ásamt gjörspilltu lífeyrissjóðakerfi sem verður að sýna risaávöxtun til að standa undir vitlausum skuldbindingum og misheppnuðu fjárfestingafylleríi. Heitir engin áramótabomban "Gammarnir"?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband