Leita í fréttum mbl.is

Ömurleg niðurstaða ömurlegra afla..

Það mætti halda að virkjun háhita og nýtung orkunnar í Þingeyjarþingi hafi verið eitthvað einkamál fárra Þingeyinga. Svo er ekki. Þjóð sem komin er á hnén ætti að bera gæfu til að nýta sér þau stórkostlegu tækifæri sem felast í umhverfisvænni orkunýtingu.

En hvað gerist! Minnihlutaöfgahópur hefur það í gegn að ríkisstjórn í lýðræðisríki lætur undan áróðri og ofstæki örfárra sem skilja ekki - að til að geta lifað samkvæmt "norræna velferðarkerfinu" verður fólk að hafa vinnu.

Ömurlegt er að lesa blogg þessara öfga. Eins og allir vilji, eða geti, unnið við sín hugðarefni á fullum launum frá Háskólanum á Akureyri? Hvers konar menntastofnanir sitjum við uppi með? Fjármálaglæframenn og umhverfisöfgar spretta úr þessum grunni. Ekki einu sinni virðist sanngjörn og upplýst umræða vera höfð að leiðarljósi.

Nei.Sjálfskipaðir "umhverfisverndarsinnar" eru í þeirri aðstöðu að geta otað sínum tota og hyglað sínum hugðarefnum á kostnað annarra. Enda allt á framfæri hins opinbera. Skora ég á hugsandi fólk að versla ekki myndaafurðir þessara afla. Það sem er að gerast er að þessir aðilar eru í gróðaviðskiptum og bera fyrir sig umhyggju og vernd fyrir umhverfinu, þegar aðeins er verið að hugsa um jólabókarsöluna eða feita stryrkinn frá Umhverfisráðuneytinu. Og auðvitað að auglýsa sig og sínar afurðir. Vona ég svo að maturinn frá Landsvirkjun hafi verið vondur.

Nú er komið að því að íbúar í Þingeyjarsýslum láta í sér heyra og hætta þessari kurteisi. Við höfum verið beitt óþverrabrögðum af hálfu ríkisvaldsins - í þessari og fyrri ríkisstjórn - og því verður ekki gleymt.

Þeir vesölu menn sem hrósa nú "sigri" skilja ekki hvað hér er á seyði fyrr en launin þeirra hætta að berast inn á bankareikninginn og fólk getur ekki keypt dýru fínu myndirnar af "heimsundursvæðunum" fyrir norðan!

En nú kemur auðvitað "eldfjallagarðiurinn" á svæðið!! Sveitarfélagið Norðurþing sendir að sjálfsögðu átta milljarða króna reikning á það fyrirbæri . En þar er víst af nógu að taka!! Eða svo segjaj þeir!


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband