27.10.2009 | 08:56
Hinir "nýju" bjargvættir komnir með "eitthvað annað" !!!??
Í ræðum í fyrirspurnartíma Alþingis kom fram að nú hefði eitthvað annað og "nýtt" litið dagsins ljós. Við mikinn fögnuð alþingismanna. Réðu sér ekki fyrir kæti. Bent var á framleiðslu metanóls úr útblæstri CO2 frá Svartsengi. Sannarlega gleðifréttir. En það tók á, að lesa hverjir það væru, sem væru í forsvari fyrir verkefnið. Útrásarglæpalýður með Landsbanka- og Glitnisstimpilinn á rassinum með nýja ríkisbanka í vasanum - það eru þessir nýju bjargvættir.
Og hverjir eru hinir nýju bjargvættir?
Sindri Sindrason (eldri,) og Bjarni nokkur Ármannssson eru í stjórn þessa etithvað annað félags. Landsbankinn og opinberar stofnanir og sjóðir (td Háskólinn og Reyst) eiga svo auðvitað að halda öllu gangandi fyrir snillingana sem hirða svo fyrirtækið eins og þeim er einum lagið. Einnig kemur fræg braskverkfræðistofa að málum, stofa sem hefur gert út á orkunýtingu með engum árangri til margra ára. Braskverkfræðingarnir hafa þegið góð laun fyrir ráðgjöf sem oftast hefur verið tómt rugl. Nokkrir erlendir skóladrengir með flottar gráður í viðskiptum eru svo ætlaðir til skrauts. Þetta er hið nýja eitthvað annað. Svei!
Geysir Grín eitthvað
Þegar farið er yfir þessi mál þá glyttir í vandræðabarnið Geysi Grín eitthvað, hvað eftir annað. Það fyrirtæki og þeir brennuvargar sem að því koma hafa búið til ótrúlegt net fyrirtækja sem eru að reyna að hrifsa til sín öll völd á orkumarkaðnum. Og allt er þetta byggt á brunarústum frá báli sem þessir sömu brennuvargar kveiktu. Geysir Grín er dæmigerð svikamylla spilltra stjórnmálaafla, svikulla banka og illþýðis. En Alþingi fagnar!
Svipta ríkisborgararéttii
Það sem þarf að gera, þegar hreinsað verður til í stjórnmálunum verður að svifta þessa menn, sem bera ábyrgð, ríkisborgararétti með sérstökum lögum. Gera þá landlausa flóttamenn í stað þess að tryggja þeim framhaldslíf í svikum sínum og prettum, í ríkisreknum bankahræjum. Og vonandi verður þeim ekki hossað í sölum Alþingis framar. Vitum við ekki að þessir aðilar (sem hafa meira að segja sumir flutst erlendis) njóta allra réttinda sem íslenskir ríkisborgarar meðan þeir halda á íslensku vegabréfi? Íslensk stjórnvöld eru vesöl, aum og spillt og það verða aðrir að koma að málum...og gera það sem gera þarf....strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.