Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
6.11.2006 | 19:56
Kosningaferð hin fyrri
Dalvíkur, Árskógsstrandar og Hauganess var ekki síður ánægjuleg en
ferðin austur. Væntingar íbúa til ganganna eru miklar enda verður til
einhver skemmtilegasta hringleið norðan Alpafjalla auk atvinnutengingar
þessara staða við utanverðan Eyjafjörð. Hinir skemmtilegu miðbæir á
Ólafsfirði og Siglufirði með sínum litlu sérverslunum og fallegu húsum
eru einstakir og vonandi bera íbúar og skipulagsyfirvöld gæfu til að
halda sérkennum bæjanna.
Enn einu sinni kemur skemmtilega á óvart hversu Halldór Blöndal hefur
séð lengra en margir aðrir þegar hann dró vagn þessara gangna. Þessar
byggðir þurfa framhaldsskóla þó ekki væri út af öðru en að unglingar
verða ekki sjálfráða fyrr en við 18 ára aldur og allir sem njóta þess
að hafa framhaldsskóla í sínu byggðarlagi verða að skilja þessar óskir
íbúanna.
Eins og annarsstaðar eru það samgöngur sem breyta mestu um lífsgæði
íbúa út með Eyjafirði. Okkur var vel tekið og sérstaklega var gaman að
spila vist (ekki framsóknarvist þó) á Allanum á Sigló.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 22:22
Mega stjórnmál ekki vera skemmtileg?
Nú er ég kominn í prófkjör og ætla að hafa gaman af. En það er ekki auðvelt. Ég setti auglýsingu í Austurlandið sem er hér til hliðar..
Brá svo við að ég fékk hringingu frá einum kjósanda í kjördæminu sem tjáði mér ábúðarfullur að framboð væri sko ekkert grín, spurði hvort mér væri nokkur alvara með framboði mínu. Þessi auglýsing væri skemmtiatriði. Væri flokkurinn kannske búinn að skipta út fálkanum fyir hreindýr? Ég svaraði að bragði að mitt framboð væri ekki grín en ég ætlaði að hafa af framboði mínu nokkra gleði og skemmtan. Bauð honum í flokkinn, við daufar undirtektir. Sagði manninum að þeir sem væru á auglýsingunni væru báðir ánægðir ef einhver hefði gaman af uppátækinu. En það væri munur á því að vera fyndinn eða hlægilegur. Eitthvað tók maðurinn það til sín. Lauk samtali okkar skömmu síðar.
Undirbúningur prófkjörs Ég setti mér það mark að heimsækja alla þéttbýlisstaði í kjördæminu. Það hef ég nú gert og auðvitað var þetta skemmtilegt og fullt af skemmtilegu fólki hitti ég sem fannst allt í lagi að stjórnmál væru skemmtilegEkki er allt í dýrðinni, alltaf, hjá öllum. En það ætti að vera hverjum manni ljóst, að þau tækifæri sem nú gefast í kjördæminu til betra mannlífs eru einstök og stórkostleg. En kjördæmið er engin smásmíði og það sem stjórnmálamenn eiga að gera, auk þess að reyna að vera skemmtilegir, er að vinna að bættum samgöngum. Og það ætla ég að gera.
Og stjórnmál eru skemmtileg!Þegar er ég hafði tilkynnt framboð mitt, streymdu til mín hringingar og tölvupóstar frá fólki sem var bara ánægt með að ég skyldi gefa kost á mér. Mér er það ljóst að ég er ekki allra, það breytist ekki þó prófkjör fari fram. En ég berst fyrir þeim málum er ég tek að mér. Og það ætti að vera flestum ljóst af áratuga stjórnmálaafskiptum fyrir hvað ég stend. Því leita ég stuðnings í þessu prófkjöri. Því miður fékk Örlygur Hnefill ekki brautargengi í sínu prófkjöri. Er hann þó skemmtilegur maður. Ég er til.Sigurjón Benediktssonhttp://www.sigurjonben.blog.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2006 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 13:21
Hvað gerist í prófkjörum?
4.11.2006 | 22:43
Að lokinni ferð
fárviðrið. sem spáð er. Erum enn að en ég stalst inn í tölvuna og sá
viðbrögð við þessum skrifum. Er ekki heimurinn flatur og lítill en samt
svo stór?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2006 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 08:07
Djúpivogur - vaknar snemma!
Eftir að hafa ferðast hér um er ég enn sannfærðari um að samgöngur og aftur samgöngur er það sem einhver opinber stjórnvöld eiga að koma að. Flest annað getur þá þróast eðlilega í kjölfarið. Samgöngur eru einmitt forsenda menntunar, menningar og mannlífs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 22:52
Ótrúleg uppbygging - magnað mannlíf !
Nú erum við komin á Djúpavog, ætlum að vera hér í nótt á hinu frábæra hóteli sem heitir auðvitað Framtið! Borðuðum hér dýrindis kvöldverð og notalegheit bjálkahúsanna svíkja ekki!
Erum búin að fara frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og yfir Oddskarð (um göng reyndar) til Kaupstaðarins á Nesi við Norðfjörð og síðan til baka og gegnum mikil göng til Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur og enduðum hér á Djúpavogi.
Uppbyggingin er ótrúleg. Bjartsýni og hugur blasir við. Hvílík breyting! Ísland er allt einu allt í byggð, höfum hitt gott fólk allsstaðar. Hefur sína meiningu og alls staðar er sjálfstætt fólk sem hvetur okkur áfram. Hittum flokksmenn og dreifðum blöðum en mest um vert er að finna kraftinn í samfélögunum. Hvernig er hægt að afneita slíku? Af hverju eiga ekki fleiri að njóta þegar möguleikarnir blasa við? Umhverfisvæn orka sem spillir ekki andrúmsloftinu, frábært.
Skrifa meira á morgun um ferðina sem hefur verið alveg meiriháttar.
2.11.2006 | 23:57
Kosningaferð til Austurlands
Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík gefur kost á sér til þingsætis á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við komandi kosningar. Sigurjón er fæddur 1951, er tannlæknir á Húsavík, hefur setið í sveitarstjórn og gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sigurjón er giftur Snædísi Gunnlaugsdóttur lögfræðingi og á með henni þrjú börn og saman reka þau gistiþjónustuna Kaldbaks-kot við Húsavík. Hann er með MS gráðu í Oral Biology frá UAB í Bandaríkjunum, einn af stofnendum umhverfissamtakanna HÚSGULL, sem og Kríuvinafélagsins. Formaður Tannlæknafélags Íslands og hefur beitt sér fyrir umhverfismálum, orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu. Hann hefur engan hug á að selja Landsvirkjun, en ætlar á næsta kjörtímabili að opna Vaðlaheiðargöng, stofna framhaldsskóla út með Eyjafirði, fylgja eftir atvinnuuppbyggingunni á Austfjörðum, bæta samgöngur og greiða fyrir þessa uppbyggingu með þeim arði sem mun myndast af hagkvæmri nýtingu á umhverfisvænni orku kjördæmisins
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2006 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar