Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Vegna greinar í Mbl

Grein Benedikts Jóhannsonar í Mbl 1. apríl s.l. vakti mig af værum svefni
BJ leggur út af nokkrum spurningum /ályktunum sem vert er að staldra við enda BJ þungur penni.

Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu? spyr BJ
1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
Mitt svar:Spurning vaknar um hvaða stórfyrirtæki BJ er að ræða. Ekki gildir hótunin um bankana lengur, þeir eru í ríkiseigu. Samfylkingin hinn mikli EB flokkur hefur séð til þess að hinir nýju eigendur halda uppi enn harðari vaxtastefnu en var áður. Stefnan í vaxtamálum er undarleg í ljósi þess að búið er að afskrifa stóran hluta skuldanna milli gömlu og nýju bankanna. Ríkisvaldið er aðeins að kreista síðasta kraftinn úr litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Hinir stærri fá sérmeðferð. Það hlýtur BJ að vita. Ekki fara álfyrirtækin úr landi, þau eru ekki íslensk. Ekki fara útgerðirnar úr landi, fiskurinn er veiddur hér og þessi fyrirtæki eiga ekkert nema skuldir. Veðhæfni kvótans verður gerð að engu enda löngu tímabært að endurskoða það misræmi í meðferð sameiginlegra auðlinda. Ég sé ekki hvaða fyrirtæki BJ er að ræða um. Eru einhver “stórfyrirtæki” eftir nema sem skúffufélög glæpagengjanna. Þaðan kemur ekkert sem eykur hag íslenskrar þjóðar. Séríslensk fyrirtæki sem byggja á markaði á Íslandi flytja ekki höfuðstöðvar svo auðveldlega úr landi. Og til hvers? Hvernig? Ef Heimur flytur erlendis þá hætti ég að skipta við það fyrirtæki og eitthvað annað fyrirtæki tekur upp þráðinn. Þannig er það bara.

2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
Mitt svar:Útlendingar vildu fjárfesta hér og hinn mikli EB flokkur, flokkur um frjálst flæði fjármagns og vinnuafls, Samfylkingin, vildi það ekki. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi þann aumingjaskap að gera ekkert, nákvæmlega ekkert til að breyta því. Álver væri í burðarliðnum á Norðurlandi og risið í Helguvík ef EB bullið hefði ekki heltekið hálfa þjóðina.

3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
Mitt svar:Hvernig það breytist með aðild að bandalagi þjóða sem byggir á því að frjáls fjármagnsflutningur og tilfærsla vinnuafls sé hornsteinn í sambandinu, gengur ekki upp. Ég tel að lánaviðskipti byggist á trausti milli aðila en ekki hvaða saumaklúbb þeir heiðra með nærveru sinni Hvaðan hafa stærstu lán til framkvæmda á Íslandi komið? Frá Evrópu? Nei. Frá BNA. EB löndin lánuðu glæpagengjunum með veði í mér. Ef enginn vill lána okkur þá er það afleiðing en ekki orsök.

4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
Mitt svar:Vextir míns reksturs hjá ríkisbankanum Kaupþingi eru 8,8 % ofan á gengistryggt lán með fullum veðum. Þeir sem eru að lána þjóðinni, ríkisbankarnir, bankar í okkar eigu, gera það á miklu hærri vöxtum en nokkurn erlendan banka dreymir um. Innganga í EB breytir engu um getuleysi í stjórnsýslu og fjármálastarfsemi og breytir engu um vaxtakjör ríkisbankanna.

5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
Mitt svar: Ef þjóðin er orðin að aumingjum þá breytist það ekki neitt með inngöngu í saumaklúbb stórvelda Evrópu. Aumingjar eru auðvitað velkomnir í svona bandalög, enda gera þeir ekki miklar kröfur. Ekki verður séð að gjaldþrot glæpagengjanna skaði okkur meir en orðið er.

6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
Og hvað með það. Að missa af lest eru ekki rök. Að ætla ekki upp í lestina er ákvörðun

7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti
Þetta er nú athyglisverðasti punktur BJ. Ég skil hann svo að þjóðin sé fátæk í hafti. Er það svo? Erum við fátæk? Við erum heimsk og gráðug. En erum við fátæk? Og hvar er haftið? Er það ekki einmitt umræðan, kosningar, bullið og lýðskrumið sem eru hin raunverulegu höft. Höft á allt frumkvæði og dug. Höft á frjálsa hugsun.

Og hverjum er ekki sama þó einhverjir gangi úr einum flokk í annan vegna EB? Er það ekki eðlilegur gangur lýðræðis? Af hverju á Sjálfstæðisflokkurinn endilega að skríða fyrir lýðskrumi og blekkingum?

Vð sem eru eftir í flokknum höfum hann svona meðan okkur líkar það. Er það ekki lýðræðið sem allir snobba fyrir nú ? BJ breytir engu þar um. Hann kýs þá einhvern annan flokk líki honum það betur.


Hverju reiddust menn þegar vel gekk?

Á tveimur fyrstu mánuðum ársins nam útflutningur afurða frá orkufrekum iðnaði tæpum 40% alls útflutnings í verðmætum. Af hverju hlakkar í íslendingum þegar þeir halda að þetta gangi allt svo voðalega illa? Vona menn að það fari nú að ganga enn verr hjá þeim sem eru að framleiða eitthvað hér á landi? Er ekki komið nóg af niðurrrifi og svartnætti?
Hamingjusamastir eru þeir sem vona að það gangi svo illa hjá Landsvirkjun að hún fari í gjaldþrot! Gjaldþrot sem almenningur verður að borga!

Það sem vekur ugg og óhug er að það verður engu breytt - sama gengið ræður lífeyrissjóðum - bönkum - stjórnmálumum. Eina breytingin er háraliturinn.

Lést þú stela af þér nokkrum krónum í dag? Velkominn í hópinn. Þeir eru enn að.


mbl.is Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband