Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Skoðanir sértrúarhópa

Umhverfissamtök í Þingeyjarsýslum lýsa yfir undrun á ummælum umhverfissamtaka á Akureyri um náttúru og orkunýtingu í Þingeyjarsýslum. Þessi samtök (HÚSGULL, SNUÞ, Skógræktarfélag Húsavíkur) gera engar athugasemdir við rannsóknir í Gjástykki og fagna því að nýting svæðisins hefur opnað nýja möguleika í ferðaþjónustu og náttúruskoðun.
Vonandi leiða rannsóknir í ljós mikla orku sem nýtt verður í allra þágu.
Það er sérkennilegt að fréttamenn ríkisútvarpsins hafa aldrei séð ástæðu til að leita álits þeirra sem búa á þessum svæðum. Fréttamenn taka þannig þátt í rangri upplýsingagjöf og ala á framgangi öfgahópa sem vinna skemmdarverk á atvinnuuppbyggingu alls fjarri heimaslóð. Innlegg sértrúar- og öfgahópa á opinberu framfæri eins og SUNN og Landverndar, er í óþökk ofangreindara umhverfissamtaka sem og langflestra landsmanna.

Megi fréttastofa ríkisrekins fjölmiðils vanda sig betur i framtíðinni við að koma fréttnæmum tíðindum til landsmanna. Gjástykki tilheyrir sveitarfélaginu Þingeyjarsveit og í sameiningu hafa sveitarfélögin á svæðinu (Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit) samþykkt svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir orkurannsóknum og nýtingu í Gjástykki, og á Þeistareykjum. Það er ekki á valdi einhvers Akureyrings eða fréttamanna að breyta því.


Víst verður álver á Bakka!

Ráðherra fjármála, rétt dreginn upp úr drullupittum EU og ICESAVE, er orðinn kokhraustur á ný og þykist geta gert út af við atvinnuuuppbyggingu á Norðurlandi í fjölmiðlum - einn ganginn enn. Enn eru "eitthvað annað" úrræðin dregin fram. Ekki er þó útlit fyrir fjölgun lögreglumanna eða landvarða sem hann boðaði síðast er hann tjáði sig um þetta "eitthvað annað". Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna hefur meira að segja tekist að fækka ferðamönnum!

Hann getur dansað með Akureyringum í hrunadansi svartnættis, sólarsellubulls og sjálfumgleði og haldið aukabull á Blönduósi með næturgagnaverinu sínu.

Á Bakka við Húsavík mun rísa iðja sem nýtir okkar 400 MW vistvænu orku í héraðinu. Það er vilji heimamanna og stjórnvöld hafa marglýst því yfir að þau hefðu ekkert um það að segja. Nú hefur Chinal sýnt áhuga á álvinnslu eftir hrakfarir þeirra við að reyna að kaupa Rio Tinto. Alcoa er að vakna. Rússneskur áliðnaður á brauðfótum og í orkuskorti.
Þessi áhugi fjárfesta snýr að orku í Þingeyjarsýslum og samskiptum við heimamenn en hefur ekkert með fjölmiðlaáróður eða sorglegar persónur í íslenskum stjórnmálum að gera.


mbl.is Óvíst um álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverjum bíða pokar hálffullir af grjóti?

Hér á Húsavík höfum við boðið fram heilt hús sem fangelsi fyir fjárglæframenn en nú koma sunnlendingar með afdrifaríkari lausn. Á að nota Drekkingarhyl? Er hann nógu stór fyrir alla?

Er ekki hægt að semja um að setja þá frekar í fangelsi?


mbl.is Grjótpokar bíða við Öxarárfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband