Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Áætlunarflug velkomið til Húsavíkur

Það er í stór stund þegar aftur hefst reglubundið farþegaflug til Húsavíkur, eftir tug ára án slíkrar þjónustu. Auðvitað gætu ástæður verið skemmtilegri en langflestir sumarfarþegar á leið norður í land eru hvort eð er á leið að skoða náttúruperlur Demantshringsins (Húsavík - Ásbyrgi - Jökulsárgljúfur- Dettifoss- Mývatn- Húsavík)

Við bjóðum farþega velkomna og verður gaman að sjá hvernig áhöfn og farþegum líkar aðstæður á flugvellinum. Flugvöllurinn er nógu góður til að NATO vildi nýta hann sem meginstöð flugeftirlits á norðurslóðum fyrir nokkrum árum. Tiltölulega ný flugstöð og fallegt umhverfi skemma ekki fyrir ánægjulegri upplifun.

 Vonandi standa allir aðilar að þessu með sóma og dugnaði og láta ekki farþega gjalda kjarabaráttu óskyldra aðila.

 


mbl.is Verkfall hafið og flug raskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum vel á móti flugi til Húsavíkur

Það er ánægjiulegt að flug skuli nú hafið til Húsavíkur. Við skulum taka vel á móti þessu fyrsta áætlunarflugi í alltof mörg ár. Flestir flugfarþegar á sumrin eru hvort eð er á leið í náttúruperlur Demantshringsins svo ekki spillir þetta beina flug ferðum ferðalanga. Auðvitað verður eitthvað flogið beint til Akureyrar í framtíðinni en engin ástæða er til annars en að flugrekstraraðilar nýti sér flugvöllinn í Húsavík sem er einn besti flugvöllur landsins.

Tilfdrög flugsins mættu vera skemmtilegri en við því er ekkert að gera, og nú er um að gera að lofa flugrektraraðilum og farþegum að kynnast okkar frábæru aðstöðu og gestrisni.

 TÖKUM VEL Á MÓTI FLUGINU Í DAG OG TRYGGJUM ÁFRAMHALD FLUGREKSTRAR TIL HUSAVÍKUR


mbl.is Slökkviliðsmenn í verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarlausn á flugvanda

Allir sem hafa flugpróf vita, að þegar einhver greindargóður samgönguráðherra lækkar fjöllin öll - allt um  Eyjafjörð  verður þar besti flugvöllur í heimi ---en þangað til eru flugvellir um allt norðurland sem eru frá meistarans hendi miklu hentugri til flugs.

Flugvöllurinn á Húsavík sem er í Aðaldal 9 km frá Húsavík, 40 km frá Mývatni og 80 km frá Eyjafirði er í fallegu umhverfi, með slitlagi flugvalla, er frábær til aðflugs og flugtaks, með nýja flugstöð (ónotuð). Þar voru öll fullkomnustu aðflugstæki uns Akureyrardekrinu tókst að taka allt frá þessum frábæra flugvelli um leið og dekrið barðist fyrir því að taka hann af skrá yfir flugvelli í umsjón Flugstoða. Þar eru þó enn öll öryggistæki til að taka á móti farþegaflugi eins og á öðrum flugvöllum.

Nú stendur uppá okkur íbúa í Þingeyjarsýslum að taka vel á móti flugi til flugvallar okkar - og nú stöndum við saman að því að gera þetta eins og við viljum hafa þetta í framtíðinni. Farþegaflug á flugvöllinn í Aðaldal, þangað sem hundruð þúsund ferðalanga leita.

 Það þurfti verkfall slökkviliðsmanna til að sanna þetta ...við styðjum þá í sinni kjarabaráttu..þeir eru velkomnir hingað í vinnu við slökkvilð Húsavíkurflugvallar í Þingeyjarsýslum.

 

Tökum vel á móti fyrsta fluginu.

 


mbl.is Húsavík í stað Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar aftur á höfuðið?

Þessi frétt segir það eitt að bankarnir eru að fara á hausinn. Kröfuhafarinir eru vísir til að safna öllum "vandræðunum" í einn banka og setja hann beint í gjaldþrot. Vandræði kröfuhafanna eru lán sem búið er að afskrifa um 40-50% en þeir halda áfram að innheimta á fullu en dómur Hæstaréttar kemur einhberri sanngirni inn í ferlið. Orðið sanngirni er ekki til í orðabók ríkisins eða kröfuhfa bankanna. Flestir lántekendur væru búnir að greiða 60-80% af sínum lánum ef afskrftirnar hefðu náð til þeirra.

Takið út aurana ykkar út úr fjármálastofnunum, ef einhverjir eiga eitthvað lengur, og komið þeim vel fyrir í koddandum, í bankahólfi, eða í ríkisskuldabréfum (ef þið þorið). Öruggast er að kaupa gjaldeyri og koma honum í banka erlendis. Þeir sem eiga gjaldeyri ættu að bíða og sjá hvað kemur út úr Magma vitleysunni. Þar á bæ liggja nokkrir milljarðar í íslenskum krónum sem Magma þarf að losna við hvað sem það kostar. Þesar krónur keypti Magma genginu,  300 ÍKR kr fyrir hverja Evru, og verða að selja á svipuðu gengi ef ekkert verður úr kaupum.

 Athugið áður að allt sé löglegt því við skulum láta auðrónana og ráðstjórnina um að brjóta lögin

 


mbl.is Styðja ekki björgun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband