Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
23.9.2010 | 17:56
Veröld kaffihúsakverúlantanna rennur upp!
Nú drekka þeir feitt kaffið á kaffihúsum Reykjavíkursovétsins. Þeirra tími er kominn. Þeir raða sér á stjórnlagaþingið, þar verður auðvitað kaffi, fara á þjóðfundinn, þat verður að sjálfsögðu kaffi, og sv o verður það Alþingi. Frægt fyrir kaffi!
Auðvitað verður aðal sovétið með 95% fulltrúa á þessu hlægilega kaffiþingi. Vonandi fá þeir ekki í magann af öllu kaffinu...en þetta er nú vant fólk...hefur setið á kaffihúsunum og friðað og mótmælt og þambað kaffi á víxl.
Landið eitt kjördæmi í kosningum til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2010 | 19:51
Teinótt í tízku?
Tíðkast nú hin teinóttu....verður hin nýja tíska, fangalínan, einkennisklæðnaður Alþingiskalla og kellinga? Allavega fellur búningurinn vel að rimlunum.
Hvernig er hægt að taka þetta fólk hátíðlega! Forsætisráðherra sýknar vinkonu sína í beinni. Atli þarf að fara að flytja aftur svo hann sleppi af þingi smástund. Össur er öskureiður, Björgvin sár, hverjir eru svo þarna fleiri? Hver man það? Hver vill svosem vita það? Skiptir það einhverju máli ?
Gagnrýnir málsmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2010 | 19:25
En hvað með Davíð?
Var ekki Davíð þáverandi Seðlabankastjóri Oddsson örugglega búinn að setja Seðlabankann gjörsamlega á hausinn með þessu láni hér um árið? Vonandi er það ekki misskilningur. Það er búið að segja það svo oft og af svo mörgum "ábyrgum" aðilum.
En ef þetta er nú svo, að veðið stendur vel undir láninu. Hver fær þá teinóttu fötin sem ætluð voru Davíð? Líklega passa þau dável á félaga Össur. Látum hann máta.
Seldur á allt að 103 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2010 | 05:56
Þórunn Sveinbjarnardóttir í röndóttu fötin - já takk
Fyrrrverandi umhverfisráðherra stöðvaði atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi með geðþóttákvörðun. Hún setti alla atvinnu- og orkuuppbygginguna auk hafnar og línulagna í sameiginlegt umhverfismat. Brosti breitt og sagði að þetta tefði fyrirhugaðar framkvæmdir um tvær þrjár vikur !
Reyndin er sú, að liðin eru þrjú ár, og sér ekki fyrir endann á vandræðum og ógöngum þeim sem ákvörðun hennar olli.
Misbeiting á valdi og meiriháttar dómgreindarskortur heitir þetta, enda var lagagrundvöllur enginn fyrir ákvörðun hennar. Fulltrúar Húsavíkur í Þeistareykjum ehf vildu kæra ákvörðun ráðherra, en Akureyringar og Landsvirkjun vildu "ekki styggja yfirvöld." Eymingjar.
Röndótt föt hæfðu henni vel en veit ekkert hvort hún getur saumað kartöflupoka.Össur sem tók þátt í þessum leik getur hjálpað henni, vonandi er hans stærð til í röndóttu.
Fleiri kærur komu til álita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2010 | 13:13
Æ,æ alveg voða þungbært...
Já, best að hafa þetta eins og hjá fjármálaráðherra...honum finnst þetta líka voðalega þungbært og leiðinlegt.....alltaf vissara að vera "his masters voice". Össuri finnst þetta líka ofsalega þungbært, Álfheiði ríku einnig, alveg að gráti komin, einhver Björn Valur, sem er stundum þingmaður vill að menn taki sér tak og beri sig mannalega, þingmenn voðalega áhyggjufullir, allt voða leiðinlegt. Félagar og samstarfsmenn við tukthúsdyrnar, hvílík mæða. Rétt að minna þingmenn á hvað þetta er voðalega ægiega þungbær skyld.
Svei, attan! Ekki bjóða okkur upp á þessa ömurlegu hræsni. Ég mun gleðjast og skjóta upp flugeldum þegar þið verðið afhjúpaðir og öll ykkar hræsni og lýgi með. Vonandi verður það fyrr en síðar.
Þungbær skylda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar