Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Hækkun strax...

Þetta nær ekki nokkurri átt, maður sem fer úr feitri stöðu þar sem almenningur er féflettur og settur í enn feitari stöðu þar sem almenningur er endanlega beinhreinsaður er ekki hækkaður í launum! Á hann að svelta?  Hann hefur líka þjónað ráðstjórninni vel. Hærri laun á hann strax. Eingreiðlukjaftæði.....hann gæti örugglega fengið miklu miklu meira í laun erlendis. Það gátu forverar hans bæði fyrir og eftir hrun....að eigin sögn.
mbl.is Höskuldur með 2,9 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll þjóðin í dómaraskikkjur...strax

Fleiri og fleiri verða sér nú út um dómaraskikkjur enda verður annar hver maður ákærður fyrir endurskoðunarvillu, svik við ráðstjórnina eða fyri rþau landráð að hafa ekið ekið utanvega á slóðum sem ráðstjórnin vissi ekki að væri til. Næst er að koma upp njósnaneti í öllum héröðum , á öllum vinnustöðum , á öllum heimilum þar sem vinir ráðstjórnarinnar geta  flett ofan af óvinum ráðstjórnarinnar og sent þá í skikkjuklæddan lýðinn og síðan í dyflissurnar.

Velkomið nýja Ísland. "Eitthvað annað" innihélt líka njósnara og dómara! Landsþing framhaldsskólanan fær nú fleiri og fleiri grafalvarleg mál til úrlausnar.  Byggjum stórt hús yfir Landsdóm. Hver á að njósna um njósnarana? Hver á að dæma dómaran? 


mbl.is Vill fá aðgang að tölvupóstum Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Landsþing framhaldsskólanna er sett"

Eftir gríðarlega yfirlegu og skikkjumátun og þónokkur peningaútlát komust einhverjir skjónar að einhverju um einhvern sem hefur nákvæmega ekkert að gera með hvað hér hefur gerst, hvað hér ER að gerast eða um ábyrgð á einu eða neinu. Höfum við ekkert annað að gera en að rífa upp svona leiktjöld sem hvorki halda vatni né vindi?

Ef eitthvað hefðu verið gert með kæruna hefði hvort eð ráðstjórnin bara breytt lögunum!

Þessir eru kosnir af HINU HÁA ALÞINGI til að sitja landsþing framhaldsskólanna (samkv vef Alþingis)

Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur.
Varamenn: Ástríður Grímsdóttir sýslumaður, Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, Már Pétursson hrl., Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur, Björn Jóhannesson hdl., Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi, Jónas Þór Guðmundsson lögmaður (kosinn 30. nóvember 2009), Sigrún Benediktsdóttir lögmaður.

 


mbl.is Landsdómur vísar kæru frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf ekkert að réttlæta þessi lúsarlaun

Þeir sem stálu fyrir hrun voru á miklu hærri launum og enginn sagði neitt (nema DO einu sinni) og mér finnst að þeir sem eru að stela núna eigi vera á svipuðum launum og forþjófar þeirra. Mér finnst líka miklu notalegra að vera rændur af fólki með þokkaleg laun heldur en einhverjum aumingjum á lúsarlaunum. Forsætis- og fjármálaráðherra ættu nú að fara hækka hjá ser launin , þau eru  svo seig í gjaldtökunni.
mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður grínteiknari kemur fram...

Já, margt er ráðstjórnarmönnum til lista lagt. Nú er hann orðinn teiknari fjármálaráðherrann, teiknar upp heilt sparisjóðakerfi....á hann alla sparisjóðina? Er ekkert eftir í þjóðfélaginu sem lendir ekki á  "teikni"borði ráðstjórnarinnar?

Svo er auðvitað skelfilegt að fréttir leki út án þess að ráðstjórnin hafi á því fast tak ritskoðunar og opinbers fréttamats.Hvar endar þetta? Þjóðin er farin að vita alltof mikið ... veit hvað er verið að teikna hér og þar í stjórnkefin! Afar "óheppilegt".  Hvenær ætlar guð að koma og hjálpa okkur?


mbl.is Reynt að teikna upp framtíð fyrir sparisjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ráðstjórnin ekki örugglega búin að samþykkja!

Svo koma tuttuguogeitthvað stjórnlagaþingsliðar, handvaldir af ráðstjórninni og samþykkja það sem ráðstjórnin leyfir ....ráðstjórnin er ekkert að koma ..hún er komin
mbl.is Skýrslan ekkert leyniplagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..og allir hafa það miklu miklu betra...

Þetta smellur allt saman, þessir blessuðu háskólamenn sem eru á endalausum bitlingum hjá ráðstjórninni og í áskrift í viðtölum hjá RUV, geta sagt hvað sem þeim sýnist. Líklega stóreykst einkaneyslan í kjölfarið á þessari hávísindalegu niðurstöðu ef einhver trúir þessu. Skattbyrðin hefur líka lækkað mikið sé miðað við verð á eldsneyti! Skattbyrðin hefur líka lækkað sé miðað við bitlingalaun þessara "vísindamanna". Þegar tekjurnar hrynja er það nú bara þannig  í eðlilegu skattaumhvefi þá lækka skattar þeirra sem lækka í tekjum. Þetta hef ég kannað á sjálfum mér undanfarin ár - en nú HÆKKA skattar meira en nemur tekjulækkkunni svo nú eyst skattbyrðin. Og allir verða voða glaðir í ráðstjórninni.
mbl.is Segja að skattbyrði sé undir meðallagi OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að því að nota gamalt gengi???

Það er auðvitað alveg í lagi fyrir SJS og hina í ráðstjórninni  að nota gamalt gengi ef þeim sýnist svo. Hvað ætli almenningi komi raunverulega við hvað gengið er? Sagði ekki einn af stjórum óliufélaganna að almenningur væru asnar upp til hópa sem hefðu ekkert verðskyn. Það er enginn markaður með gjaldeyri. Hann rennur allur beint í stóra svanga vasa erlenda vina. Það liðu margir dagar og enginn sá neitt athugavert við gengið hjá SJS. Leyfum honum bara að nota gamla gengið. Gamla gengið er við stjórnvölinn og notar gamla gengið.

Notum bara öll gamla gengið, þá líður öllum eitthvað betur. Notum heimatilbúið gengi (200 kall evran á útflutning og 100 kall evran á innflutning og skuldir)  og allt er á blússsandi fart upp á við.


mbl.is Notuðu ársgamalt gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherra hugsar????!!!

Það hlýtur að vera villa í þessari frétt. Látið er í það skína að umhverfisráðherra sé hugsi yfir athugasemdum við gjörðir ráðuneytisins. Umhvefisráðherra þarf ekkert að hugsa. Umhvefisráðherra þarf ekkert að vera hugsi. Umhverfisráðherra er í stjórnmálum og það ræður hennar för. Hefur marglýst því yfir. Hefur aldrei á sinum ferli tekið tillit til eins eða neins ef það er ekki eftir hennar uppeldislínum. Hennar trúarlegu stjórnmálalegu hugsjónum.

Að þjóðgarðar, náttúran eða landið yfirleitt , sé eitthvað fyrir venjulegt fólk - er auðvitað ekki til í hennar miklu hugsun.


mbl.is Veiðileiðsögumenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband