Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

En hvað veldur?

"Byggðir austan Akureyrar sækja frekar þangað eftir sérhæfðri þjónustu en til Reykjavíkur" segir í niðurstöðum könnunar um ferðamáta Íslendinga sem birt er á mbl.is í dag. Bakland Akureyrar er því miðsvæði kjördæmisins, Þingeyjarsýslur en alls ekki vesturhluti kjördæmisins ef rétt er lesið úr niðurstöðum. Sameining þessara sveitarfélaga, þ.e. Norðurþing og Akureyrar,  verður innan ekki margra ára ef menn standa í lappirnar og halda út í baráttunni fyrir nýtingu orkulinda Þingeyjarsýslna.
mbl.is Akureyri, Árborg og Ísafjörður öflugar landshlutamiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bloggið merkilegt fyrirbæri?

Enga langtíimareynslu hef ég af því að skrifa hugrenningar mínar á litla afmarkaða síðu á netinu. En ég upplifi blogfræðin. Ég sit einn, einmana og yfirgefinn og aðeins tíkin mín litla sýnir þessu einhvern áhuga. Vill reyndar að ég hætti - og klappi sér í staðinn. Enginn truflar, enginn andmælir, enginn segir orð fyrr en ef til vill á morgun, eða hinn daginn eða alls ekki. Ætti maður að kvænast blogginu? Einhver gæti hakkað þetta í sig einhversstaðar, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti lofað þetta í hástert, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti fengið hugmynd að skáldsögu úr skrifum mínum sem leiddi til Nóbelsverðlauna, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti orðið maður fólksins og hlotið mörg, mörg atkvæði út á einhverja hugljómun úr skrifum mínum, án þess að ég hefði hugmynd um. Kemur þetta í staðinn fyrir eitthvað annað - eða er þetta framtíðin? Hef ekki hugmynd um það! Best að hætta áður en næsta gullkorn hrynur úr penna...æ ég meina lyklaborði mínu.

Prófkjörsliðar í pásu?

Fór yfir síður frambjóðenda úr prófkjörinu leyndardómsfulla í NA-kjördæmi. Niðurstaðan er sú að einn hefur haldið áfram að setja eitthvað á borð svangra kjósenda (undirritaður sem hefur ekki marga kjósendur)  og annar Kristján Þór, (sem hefur marga kjósendur) sem setur in merkilegt innlegg um nýtt atvinnutækifæri á Akureyri. Það tengist úrvinnslu á áli og styður þá uppbyggingu orkufreks áliðnaðar í Norðurþingi með virkjunum á háhitasvæðum. Er gott til þess að vita að einhverjir  í kjördæminu eru að horfa í kringum sig í ltrausti þess að álver rísi við  Húsavík. Það verður eitthvað að far að gerast hér í Norðurþingi, miðhluti NA-kjördæmis er utanveltu og án áhrifa en hefur þó allt sem aðrir sækjast eftir. Undarlegt.

Er ekki nauðsynlegt að rita alla stfi í íslnsku?

Þí er hldð frm að eki þrfi að rta alla stfi tl að alt skljst sm skrfð er. Hvð fst þr? Annars er svo efitt að halda út þessum rithættti að það varla borgar sig. Er einhvers konar hraðritun sem byggist á því að mannfólkið les aðeins fyrsta og síðasta stafinn í orðum og skáldar flest þar á milli. Ekki furða að ég sé oft misskilinn!
En langur texti er erfiður og gott væri að hægt væri að stytta ritað mál án þess að tapa merkingunni. ég verð var við að ég víxla oft stöfum í texta sem ég rita án þess að verða þess var nem alesa nákvæmlega yfir það sem ég er að skrifa. Einnig vantar oft inn í orð. Er ég þá ekki kominn með þessa kenningu?
Mikið mundi sparast af pappír ef sleppa mætti öllum þessum óþarfa stöfum úr rituðu máli.

Neyslustýring - í hvora áttina?

Neyslustýring sem fer í pirrurnar á mörgum getur virkað í báðar áttir. Nú hefur t.d. verið ákveðið að beina neyslu okkar að Coca-cola corporation afurðum með því ða lækka vsk úr 24,5% í 7% og til viðbótar að fella niður 8 kr á litra vörugjald á þessum lífsins elexír! Sem sagt hið opinbera beitir neyslustýringu sinni þannig til að lækka sykursúra drykki umfram allt annað sem hægt var að beita verðstýringu á. Það er innifalin í þessu hvatning (lesist neyslustýring) til neyslu þeassara afurða sem fer í pirrurnar á mörgum. Já það er vandlifað í heimi hér.

Hvað er neyslustýring?

Félagi Stefán ritar oft skemmtiega á blogsíðu sinni http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/87965/ en óþarfi er að láta stýra sér af bloggi fólks þó gott sé og skemmtilegt. Þannig er síðasta blog hans um neyslustýringu og andstyggð hans á því fyrirbæri skammsýn. Skelfing væri nú gott að hið opinbera væri ekki með þessar stýringar á okkur. En af hverju eru einhverjar reglur? Til að við lifum af. Helsta vandamál heilbrigðiskerfisins eru of margir læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisráðuneytið eins og það leggur sig. Tökum á því . Langlífi er hitt stóra vandamálið. Ætlum við að taka á því? Þó einhver smávarta í kerfinu sé að gera athugasemd við að lobbyistar ropvatnsframleiðanda hafi náð meiri árangri en aðrir hjá löggjafanum, þá er það ekki stóra vandamálið. Stefán ætti að vera rólegur yfir því og taka frekar fyrir alvöru forsjárhyggju þegar flokkar og fólk vilja ráða hvar við búum og hvernig við ferðumst og hvert við ferðumst! Sumir vilja ráða hvaða flugvöll við notum ! Af hverju látum við ekki vera að ráðskast með fólk. Af hverju er kók framleitt? Af hverju er kók drukkið? Af því að það er auglýst og sagt að það sé gott. Af hverju mega ekki einhverjir aðrir segja að það sé óhollt?

Alvöru þingmenn!

í dag er ég glaður, í dag vil ég skrifa. Ég vil skrifa um alvöru þingmenn. Annan hitti ég á Akureyri, flugvellinum, sátum og ræddum stjórnmál og stjórnmál. Hvílíkur hafsjór fróðleiks, yfirsýnar og framsýni. Hlýlegur og skemmtilegur. Auðvitað enginn annar en Halldór Blöndal. Alvöru þingmaður, alvöru maður. Ekki höfum við verið sammála alla tíð en alltaf getað rætt málin. Hver fer nú um sveitir og finnur grasrótina, litlu þjóðarsálina okkar sem er ekki búin að tapa sér í Kauphöllinni? Skilur að frelsi einstaklingsins er grundvöllurinn. Hefur pólitík, horfir fram. Hræðist ekki ákvarðanir. Tekur á með sínu fólki. Hinn maðurinn er Steingrímur J Sigfússon. Þó ég sé honum ósammála í flestu verður ekki af manninum skafið að hann er dinosaurus þingsins en þorir að hafa skoðanir. Og heldur þeim óhikað fram. Hann rassskellti samgönguráðherra sem því miður datt í pott lýðskrumsins í sjónvarpinu í gærkvöldi. Húrra fyrir þessum tveimur mönnum- Halldóri og Steingrimi Joð.

Stjórnmál á villigötum?

Einhvern veginn finnst mér að stjórnmálamenn hafi aðeins misskilið hlutverk sitt. Eftir áralanga og vissulega eðlilega þróun í þá átt að minnka völd og rekstur ríkisapparatsins er nú svo komið að það er ekkert eftir fyrir löggjafann nema byrja upp á nýtt að semja þrengingarlög og reglugerðarfargan til að hanga á einhverjum völdum og störfum fyir embættismennina sem hafa alltaf haft stjórnmálamennina í gíslingu. Ekki hefur báknið minnkað og völdin eru sífellt að færast meir til embættismanna sem eru td á mun hærri launum en stjórnmálamenn. Stjórnmálamenn eiga að taka ákvarðanir og láta embættismenn vinna að framgangi þeirra ákvaraðna. Ekki flókið og alls ekki öfugt.

Hver skammtar lífsgæði?

Nú er verið að lækka vsk á matvöru og fella niður vörugjöld á mat. Lobbýistar drykkjarvöruframleiðenda hafa staðið sig vel því sykraðir gosdrykkir munu einnig lækka í 7% vsk og felld verða niður vörugjöld af þessum lífsnauðsynlegu drykkjum. Sendi af þessu tilefni eftirfarandi á efnahagsnefnd þingsins:

Vel hefur konungur alið oss því hvítt er þessum karli um hjartarætur%u201D . Andaðist svo Þormóður Kolbrúnarskáld standandi
og féll ekki fyrr en hann var látinn
 
 Og vel ætla stjórnvöld að ala þessa þjóð. Nú liggur fyrir að ropvatnið dísæta mun flæða í enn stríðari straumum um varir, tennur, munn og maga þjóðarinnar þegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda leiða til lækkunar á þessari vöru til þjóðarinnar. Halda mætti að kaloríusnauð sé þjóðin á leið til mikilla bardaga þar sem hár blóðsykur er forsenda mikilla afreka og dáða á vígvellinum. Nei þjóðin líður nú síst af öllu skort á hitaeiningum og mesti bardagi sem er í sjónmáli, eru slagsmálin á jólaútsölunum ef þjóðin kemst þá út úr húsi vegna offitu og depurðar af of  mikilli sykurneyslu í formi sælgætis og gosdrykkja um hátíðarnar.
 
Tannheilsu þjóðarinnar hrakar og á meðan lækka stjórnvöld álögur á sykrað ropvatn. Er það í sorglegri mótsögn við staðreyndir um heilsufar, forvarnir og viðhorf heilbrigðisstétta. Tannlæknar hafa ekki verið beðnir að gefa álit sitt á tillögum stjórnvalda.  En enginn, sem lætur sig einhverju skipta vaxandi glerungseyðingar á fallegum fullorðinstönnum barna okkar, getur látið málið fram hjá sér fara.
 
Undirritaður hvetur þingmenn til að koma í veg fyrir þessa atlögu að heilsu okkar. Heilsuvandir þingmenn samþykkja ekki að að dísætir gosdrykkir skuli undanþegnir vörugjöldum um leið og virðisaukaskattstig þeirrar vöru er lækkað. Gangi þetta óbreytt eftir táknar það aðeins eitt: Aukna neyslu með fleiri og fjölbreyttari og dýrari heilsufarsvandamálum. Þjóð sem tímir ekki að halda uppi almennri tannheilsugæslu verður að hafa vit til að stýra heilsuspillandi neysluvenjum út af borðum neytenda.
Nóg er nú samt!
 


Hver voru úrslit í prófkjöri Sjallanna hér í NA-kjördæmi?

Það kom á mig er mér var tjáð að heildarniðurstöður úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi væru trúnaðarmál og ég, frambjóðandi íprófkjörinu, gæti ekki fengið rafræna töflu um kosningaúrslitin og magn atkvæða í hvert sæti.! Trúnaðarmál hverra? Niðurstöður sem hafa verið birtar úr Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum og öllum prófkjörum annarra flokka - eru leyndarmál í NA-kjördæmi! Hvað er svona mikið leyndarmál? Ég mun birta heildarniðurstöðurnar hér á þessari síðu innan skamms. Ég var næst neðstur og er afar ánægður með það svo ekki fari milli mála að þetta er bara áhugi og forvitni sem rekur mig áfram. Þetta verður nú enn einn naglinn á svona prófkjör ef leyndarhjúpur flokksins ætlar að umvefja lítil prófkjör út i á landi þar sem ekki má einu sinni nota merki flokksins í prófkjörsauglýsingum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband