Leita í fréttum mbl.is

Eru tennur ónauðsynlegar?

Það liggur nú fyrir að það er enginn raunverulegur áhugi heilbrigðisyfirvalda á því að íslensk ungmenni geti hafið lífið með heilar tennur. Áhugi Alþingismanna kemur fram í því að framlög til tannlækninga á fjarlögum hafa minnkað um meir en 100% frá því að kerfið var tekið upp. Ekki nóg með það kerfi tannlæknatrygginga er svo lélegt að 22% ungra tryggingaþega nýta sér ekki þetta vonlausa kerfi -- heldur eru afgangs 70-80 milljónir af rýrum fjárframlögum til tannlækninga ár eftir ár.

 Þversögn?

Nei, það er engin eftirspurn eftir lélegum styrkjum Tr til tannlækninga. Styrkjum sem duga aðeins til að greiða 40-50% raunverulegs tannlækningakostnaðar. Tennur eru líklega ónauðsynlegar. Stóri Bróðir hefur ákveðið það. Hvað var stóri bróðir að skipta sér af þessum málum ef það lá ekki á bak við að ná árangri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Sigurjón, án þess að ég reyni að verja verk Ingibjargar, Jóns eða Sivjar, þá spyr ég hve mikið hafa framlögin lækkað?

Geta menn lifað á því að sjúga kók úr bauk með röri?
Án tanna tyggja menn ekki hákarlinn sinn, ég vil halda heilsu, ég vil halda tönnunum.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 9.2.2007 kl. 03:59

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Blessaður Arnljótur

Síðasta ár í 6.8 % verðbólgu og fjölgun landsmanna um ca 2.4% og fjölgun skilgreindara tryggingaþega um ca 2% þá hækkaði framlag ríkisins til tannlæknatrygginga um 3%. Svona hefur þetta verið að bítast niður undanfarin ár

Það er aðeins eitt dýr á jörðinni sem lifir af tannleysi.......það erum við , Arnljótur minn

Sigurjón Benediktsson, 9.2.2007 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband