Leita í fréttum mbl.is

Er til sameiginlegur auður þjóðar?

Þegar skoðað er hvað ritað er um umhverfismál , virkjanir og stóriðju dettur manni í hug að sameiginlegur auður þjóðarinanr sé ekki til. Auðurinn er á vissum svæðum, bólfestur, og þangað leitar meiri auður. Þar má menga og svína allt út, land er þar einskis vert nema sem byggingalóðir og taflborð brasksins. Annars staðar á landinu er allt heilagt og ekki má lyfta rassi í prumpstöðu nema hafa til þess samþykki einhverra ömurlegra skriffinna sem eru geðvondir og pirraðir af mengun og svifryki í borgarhöllunum sínum reistum af almanna fé. Umhverfishyskið sem hefur ekki gróðursett eina einustu trjáplöntu á lífsleiðinni, heldur að eyðimerkur séu fagurt lögmál og trúir því að við getum lifað af kaffiþambi og menningarsnobbumræðu á fínum restauröntum hefur hafið hernað gegn landinu og hefur alla fjölmiðlaflóruna með sér

Hvað er að ykkur borgarinnar börn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón.

Það var verið (er) veit ekki alveg hvort því er lokið, að stækka álverið hér á Grundratanga, þangað sækja margir Reykvíkingar vinnu. og það er ekki IN að mótmæla því það var IN að mótmæla Kárahnjúkum, enda fékk það umfjöllun í fjölmiðlum, nær ekkert verið fjallað um stækkun Norðuráls á Grundartanga enda er það ekki IN eð er það kannski raunveruleikinn að þangað sækja svo margir Reykvíkingar vinnu að það er ekki hægt að mótmæla því en Reykvíkingar koma sennilega aldrei til með að sækja vinnu á Reyðarfirði og álíti sem svo að þess vegna sé óhætt (og ábyrgðarlaust) að mótmæla Kárahnjúkum.

Eins gott að ÓR fékk ekki að ráða hvert orkan úr Þeystareykjum fer. Held að hann hafi gleymt því hvernig ætti að flytja hana austur án allra mastrana sem þyrfti til að halda uppi línunum þangað (það kallast kannski ekki mengun). Ég myndi kalla það sjónmengun.

Mér finnst klikkað (svo notað sé unglingamál) að keyra Möðrudalsöræfin, því þar finnst mér ljótleikinn fallegur þ. e. a. s. þar er fallega ljótt. En það er kannski bara mér sem finnst það.

Um leið og ég get fengið sömu laun einhverstaðar annarstaðar á landinu þá er ég rokinn burt héðan úr borgarsollinum því hér er hellingur af því sem ég þarf ekki að nota og kem aldrei til með að nota. Sama hvar það er á landinu, kannski flyt ég aftur til Húsavíkur þegar álverið verður komið. Dóttir mín er Húsvíkingur, þó hvorki ég né móðir hennar teljumst Húsvíkingar. ( Skiftir reyndar máli hver metur hvort mar er Húsvikingur eða ekki). Það verður ekki tekið frá dóttur minni að hún fæddist á Húsavík og er því Húsvíkingur (reyndar brottfluttur núna).

Synd að þú skyldir ekki komast á þing til að hrista aðeins upp í liðinu.

En....þú ert fær tannlæknir og Húsvíkingar sennilega ekki viljað missa þig (alla vega trúi ég því)

Sverrir Einarsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 92334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband