14.4.2012 | 10:28
Af hverju tala öfgahópar alltaf fyrir hönd "þjóðarinnar" ?
Mesta hættan er af þessari öfgaumræðu sem engu skilar nema ýfingum og endanlegu efnahagslegu hruni. Öfgahópar ráða umræðunni enda allflestir þar á bæ í vinnu hjá hinu opinbera og geta nuddað sér utan í ráðamenn í tíma og ótíma. Lobbýistar á launum. Stjórnmálamenn illa upplýstir og misjafnlega á sig komnir finnst voða gott að eiga öfgafólkið að, það er svo tómlegt á toppnum! Flest venjulegt fólk hefur hvorki tíma, áhuga né nennu til að vera sífellt að jarma um þessa hluti við stjórnmálamenn. Enda þurfa einhverjir að vinna. Ekki get allir unnið hjá hinu opinbera . Eða er það orðið svo?
Gæti kallað á fleiri virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í þetta sinn get ég tekið undir með "öfgahópum". Raforkusala úr landi þýðir margt neikvætt: a) Verið er að senda okkur samkeppnisforskot úr landi, b) Engin atvinnuuppbygging á sér stað í landinu, c) Þetta skapar í besta falli 3-4 störf til framtíðar, d) raforkuverð hækkar innanlands, en lækkar í Evrópu, e) Svigrúm til orkuöflunar innanlands fyrir bæði ný fyrirtæki og fyrir eðlilega aukningu raforkunotkunar minnkar, f) Vægi þess og hvati til að skipta úr innfluttum orkugjöfum í innlenda minnkar, g) framkvæmdin kallar á gríðarlega stóra virkjunarkosti með tilheyrandi náttúruspjöllum.
Svona má lengi telja. Nógu erfitt er í dag að ná sáttum um smærri virkjunarkosti sem nauðsynlegir eru til að skaffa núverandi starfsemi í landinu nægjanlega orku, tryggja öruggari afhendingu orku og til að skaffa orku til viðbótar atvinnuuppbyggingar.
Ég efast ekki um að frá sjónarhóli Landsvirkjunar þá er sala á rafmagni um sæstreng áhugaverð og arðbær, en henni fylgja margar neikvæðar hliðar og ófyrirséð vandamál til lengri tíma litið.
Ég vil að menn einbeiti sér að því að snúa af þeirri villu vegar sem er í hugmyndum núverandi stjórnarflokkar um rammaáætlun í virkjunum, sem að mínu mati er hugsuð alltof þröngt og nánast búið að útrýma vatnsaflsvirkjunum þar á kostnað gufuaflsvirkjana sem er ekki eins varanlegur orkugjafi og vatnsaflið. Ég fagna jafnframt væntanlegum tilraunum Landsvirkjunar með vindorku. Huga þarf einnig að virkjun sjávarfalla á nokkrum stöðum á landinu. Ég er því síður en svo á móti virkjunum og aukinni raforkuframleiðslu en sæstrengshugmyndin er hættuleg.
Jón Óskarsson, 14.4.2012 kl. 12:52
Raforkusala úr landi verður staðrreynd einn daginn og best að undirbúa það vel án fordóma og fyrirfram ákveðinnar neikvæðni. Sjálfur vildi ég að heimurinn væri öðruvísi og betri - en þegar stjórnvöld vinna að því öllum árum að koma sem flestum á hnén þá fara jafnvel nánasarlegustu hálmstráin að verða aðlaðandi. Minn heimabær stendur frammi fyrir valdníðslu stjórnvalda sem hafa komið í veg fyrir að atvinnulífið fari í gagn með orkunýtingu á svæðinu. Á sama tíma er skipulagt orkurán úr héraðinu og úr því að svo er komið er alveg eins hægt að selja orkuna úr landi. Hver veit? Hver ræður?
Sigurjón Benediktsson, 14.4.2012 kl. 17:04
Hver á að hirða ágóðan af orkusölu úr landinu? Ekki getum við treyst stjórnvöldum til að tryggja að það verðum við en ekki fáir elítu hvítflibbar.
Sigurður Haraldsson, 14.4.2012 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.