Leita í fréttum mbl.is

Eldsneyti er ekkert dýrara hér en annarsstaðar!

 

 

Þetta er verðið í Evrópu í dag á 95 OKT bensíni á líter í Evrum. Við erum orðnir kvörtunarsjúkir aumingjar.

Evran er 122 krónur í dag og þó hún væri 100 krónur þá værum við en innan Evrópumarka. Þið viljið auðvitað eiga heima í Rúmeníu?

Hvar er svarta náttúruverndin núna? Er ekki gott að minnka eldsneytiseyðsluna?

 
Romania 1.00
Bulgaria 1.01
Cyprus 1.03
Lithuania 1.03
Latvia 1.04
Estonia 1.05
Slovenia 1.06
Malta 1.09
Greece 1.12
Spain 1.13
Hungary 1.16
Ireland 1.17
Luxembourg 1.19
Slovakia 1.21
Poland 1.22
Czech Rep. 1.23
Austria 1.25
Sweden 1.30
United Kingdom 1.35
France 1.37
Danmark 1.38
Italy 1.39
Portugal 1.39
Finland 1.41
Germany 1.43
Belgium 1.44
Netherlands 1.51

Heimild http://www.energy.eu/#prices

Með kveðju

Sigurjón Benediktsson Húsavík


mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þessi staðreynd hjá þér segir ekki allt saman. Þetta er líka spurning um aðstæður og aðrar almennar samgöngur. Möguleikarnir eru ekki þeir sömu hjá okkur og öðrum. Við höfum ekki lestar og sporvagna sem geta flutt okkur á milli staða. Við erum með takmarkað strætisvagnakerfi sem býður ekki upp á að fólk nýti sér það nema að litlu leiti. Þú hlýtur að skilja þá kröfu almennings að ríkið á ekki að vera græða svo mikið á almúganum, með skatti sem er nýttur til annars en hann er gefinn út fyrir. Ef vegaskatturinn verður nýttur til þess að bæta samgöngur þá ættu vegirnir að verða helvíti góðir eftir sumarið er það ekki ?

Óskar, 31.3.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: molta

Það er líka engin ástæða að vera alltaf í verri málum en "hinir".  T.d. finnst mér að rafmagn og hiti eigi að vera lægri hér en þar sem slíkt er framleitt með olíu eða kjarnorku, en það hefur ekki verið svo.

molta, 31.3.2008 kl. 09:29

3 identicon

"Kvörtunarsjúkir aumingjar"  Sömu aumingjarnir og vilja sjá verðskrá tannlækna.  Þessar upplýsingar eru þó aðgengilegar, næsti samanburður mætti vera samanburðargjaldskrá milli tannlækna á Íslandi og vs. EU landa.  Það sem mestu máli skiptir er að það skuli verið að mótmæla með aðgerðum í þessu landi hins pólitíska óminnis. 

Björn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:56

4 identicon

Þú ert greinilega bara aumingi sem lætur vaða yfir þig og mikið er ég feginn að þú fékkst ekki sæti í sjálfsstæðisflokknum!

Þú veist sjálfur hvernig olíufélögin eru og það er ekki ein einasta samkeppni í gangi enda hækka þeir þá olíu sem þeir eru löngu búnir að kaupa á lægra verði, en lækka svo aftur á móti aldrei til baka!

Einnig sá ég að þú býrð á Húsavík og ert tannlæknir og þarf því líklega ekki að kvarta mikið yfir peningaleysi ;)

Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:59

5 identicon

Miðað við gjaldtöku ríkisins eigum við allavega þá kröfu að hafa framúrskarandi samgöngur. Þær eru hins vegar hræðilegar og það er ekki ásættanlegt með öllu!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:02

6 identicon

Góðan dag; Sigurjón !

''Við erum orðnir kvörtunarsjúkir aumingjar'' ! Er þetta almennt viðhorf ykkar Þingeyinga, þá dugmiklir einstaklingar, úr röðum atvinnubifreiða   stjóra, hér á Suð- vesturlandi kjósa, að bjóða ömurleika flokks þíns; Sjálfstæðisflokksins, og kratanna, byrginn ?

Það er grunnt; á þýlindi ykkar, þar nyrðra, þegar viðhorfin mótast af flokkshollustu, við eitthvert mesta niðurrifsafl síðari tíma, Sjálfstæðisflokkinn og stjórnarhætti hans, hér á landi, meðfram auðsveipni þinni, fölskvalausri, við þessi úrhrök, sem með völdin fara, hér á landi, í dag. 

Sýnt þykir mér, að lítt fer fyrir skörungsskap Einars Þveræings, sem og annarra Norðlenzkra höfðingja, fyrri alda, í hugskoti ykkar Þingeyinga nútímans, eða að minnsta kosti, í þínu hugskoti, Sigurjón Benediktsson !

Með snautlegum kveðjum, sem biturleika nokkrum, úr Árnesþingi suður/

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:39

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þessi upptalning hefur ekkert að gera með þessa umræðu, hvar í veröldinni finnurðu besínstöð þar sem dieselolían er sem svarar 11 krónum dýrari en bensínið ?

Þú getur trútt um talað á meðan flutningabílarnir sem koma með kókið og brennivínið til þín greiða niður bensínið fyrir þig sem dieselbíll kemur með.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 12:31

8 identicon

Já, nú þykir mér menn taka stórt upp í sig. Eru Íslendingar orðnir kvörtunarsjúkir aumingjar? Athugaðu orð þín maður, og pældu svo aðeins í því, af hverju árangurinn í prófkjöri síðasta árs var ekki betri.

 Það er verið að svína á íslenskum neytendum alls staðar þar sem maður drepur nipður fæti í þjóðfélaginu; á undanförnum mánuðum hefur verið umræða um slíkt. Of hátt matvöruverð, of hátt eldsneytisverð, of hátt fasteignaverð. Og já, of hár tannlæknakostnaður og ógagnsæi í verðskrám þeirra. 

Auðvitað vilt þú að neytendur kvarti ekki, þú ert eitt af vandamálunum sem verið er að kvarta yfir.

Það vantar eftirtaldar upplýsingar í "um höfundinn": Orðin HUGLEYSI, DUGLEYSI og FÖÐURLANDSSVIKARI.

sigurður (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:47

9 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, það er nákvæmlega út af mönnum eins og þér sem engin samstaða næst á þessu landi, þú ert að sjálfsögðu ekki með 120 þús kr í laun á mánuði því tannlæknataxtar hafa aldrei verið lágir hér á landi sérstaklega ekki úti á landi þar sem enginn samkeppni er og því getur þú rukkað um hæsta taxtann, þess vegna átt þú fyrir bensíni sem kannski nágranninn þinn á ekki fyrir , maður þarf aðeins að horfa út fyrir sjálfan sig og spá í aðra.   Ég þekki persónulega til allra gjalda sem þungaflutningmenn þurfa að borga og það þurfa tannlæknar ekki að gera til að reka sitt fyrirtæki !!

SKVETTAN (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:58

10 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Dæmigerður Sjálfstæðismaður með enga hugmynd um hvað er að gerast hjá Þjóðin

Jón Rúnar Ipsen, 31.3.2008 kl. 20:12

11 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ég vissi ekki um allan þennan sora sem þrífst á þessu bloggi í dag. Skammist ykkar.

Ég stend við það að eldsneyti er ekki dýrt hér, þær þjóðir sem eru með hvað dýrast eldsneyti eru með miklu auðveldara og ódýrara vegakerfi en við. Hátt verð er frekar til að hamla eldsneytsisóun hjá þessum þjóðum. En held að við getum verið sammála um að það er vandamál að innkoma ríkisins fer ekki í vegakefið. Ég tel umhverfisvinsamlegt að hamla eldsneytiseyðslu með háu verði. Þakka málefnaleg innlegg, nenni ekki að lesa ræsisröfl.

Sigurjón Benediktsson, 2.4.2008 kl. 08:08

12 identicon

Sigurjón, Það er ekki bara verið að mótmæla eldsneytisverði heldur líka kílómetragjaldinu sem þekkist ekki erlendis. Þannig að þegar er verið að tala um rekstrarkostnað á ekinn kílómetra.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:11

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sigujón, af því að þú talar um bensinverð og nefnir sem dæmi að það sé sumstaðar til að hamla eldsneytissóun og þó hafa þessar þjóðir betra og einfaldara vegakerfi.

Í fyrsta lagi: Eldsneytissóun er kannski þar sem fólk getur hæglega ferðast með lestum, sporvögnum og á hjólum, á Íslandi er ekki um að ræða annað en að ferðast á milli staða á bílum.

Í öðru lagi: Vegakerfið einfaldara seigirðu þá segi ég bara ,, þess þó heldur.

Í þriðja lagi: Ég bað þig um að benda mér á hvar í veröldinni dieselolia væri sem svarar 10 krónum dýrari en bensinið, aðallega vegna þess að það er aðallega verið að mótmæla álögum á dieselbílum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.4.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband