26.11.2006 | 14:35
Að loknu prófkjöri
Já nú fer maður bara í hugleiðsluna. Gekk í bæinn í morgun, nýfallinn snjórinn var fallegur en ógnvekjandi, veit ekki hvað verður um hann ef Kári fer að blása. Eins er það með stjórnmálin og mennina þar. Hvað gerist þegar fer að blása?
Í gær fór ég við þriðja mann í Skúlagarð, sem nefndur er eftir Skúla landfógeta Magnússyni, félagsheimili þeirra Keldhverfunga og hitti þar kjörstjóra prófkjörsins. Það var áður en kjörstaður var opnaður svo allt var þetta innan reglna. Fór að hugsa hversu margir leggja fram vinnu af áhuga og drift í svona fyrirbæri eins og prófkjör er. Líklega er ekkert ómögulegt meðan eitthvað er til af svona fólki sem er til í að taka til hendinni þegar á þarf að halda.
Skoðaði flóðasvæðin eftir krapastíflur í Jökulsá en þar var allt með kyrrum kjörum. Í gær gengu tæplega áttatíu manns í Sjálfstæðisflokkinn hér. Fyrir voru 81 svo hér er um tvöföldun í félagatalinu að ræða. Á kjörskrá voru rétt rúmlega 200 og 175 kusu. Þetta misræmi er til komið af því að hér voru skráðir á kjörskrá félagar úr sveitunum sem hafa sitt eigið félag og gátu kosið hvar sem er. Þátttaka hér er því gríðarlega góð eins og annarsstaðar og við bætist að eitthvað eigum við af utankjörstaðaatkvæðum. Allt eykur þetta spennuna og óvissuna en vissulega var mikil hvatning í gangi í öllu kjördæminu.
Fékk athugasemd frá kjörstjórn vegna auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem eitthvað fálkatetur var sýnilegt á auglýsingu sem ég bar raunar enga ábyrgð á. Vona að enginn hafi tapað á því nema ég. Ég hef verið spurður hvort áhugi minn á blogskrifum nái aðeins til þessara kosninga . Ég held að ég eigi eftir að halda áfram þessum skrifum. Ég hef aðeins fylgst með skrifum manna sem hafa sinnt þessu vel og af fagmennsku og vona að einhvern tímann verði ég eins góður og þeir, í mínum skrifum.
Er að fara inn á Akureyri til að vera viðstaddur er fyrstu tölur birtast.
Í gær fór ég við þriðja mann í Skúlagarð, sem nefndur er eftir Skúla landfógeta Magnússyni, félagsheimili þeirra Keldhverfunga og hitti þar kjörstjóra prófkjörsins. Það var áður en kjörstaður var opnaður svo allt var þetta innan reglna. Fór að hugsa hversu margir leggja fram vinnu af áhuga og drift í svona fyrirbæri eins og prófkjör er. Líklega er ekkert ómögulegt meðan eitthvað er til af svona fólki sem er til í að taka til hendinni þegar á þarf að halda.
Skoðaði flóðasvæðin eftir krapastíflur í Jökulsá en þar var allt með kyrrum kjörum. Í gær gengu tæplega áttatíu manns í Sjálfstæðisflokkinn hér. Fyrir voru 81 svo hér er um tvöföldun í félagatalinu að ræða. Á kjörskrá voru rétt rúmlega 200 og 175 kusu. Þetta misræmi er til komið af því að hér voru skráðir á kjörskrá félagar úr sveitunum sem hafa sitt eigið félag og gátu kosið hvar sem er. Þátttaka hér er því gríðarlega góð eins og annarsstaðar og við bætist að eitthvað eigum við af utankjörstaðaatkvæðum. Allt eykur þetta spennuna og óvissuna en vissulega var mikil hvatning í gangi í öllu kjördæminu.
Fékk athugasemd frá kjörstjórn vegna auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem eitthvað fálkatetur var sýnilegt á auglýsingu sem ég bar raunar enga ábyrgð á. Vona að enginn hafi tapað á því nema ég. Ég hef verið spurður hvort áhugi minn á blogskrifum nái aðeins til þessara kosninga . Ég held að ég eigi eftir að halda áfram þessum skrifum. Ég hef aðeins fylgst með skrifum manna sem hafa sinnt þessu vel og af fagmennsku og vona að einhvern tímann verði ég eins góður og þeir, í mínum skrifum.
Er að fara inn á Akureyri til að vera viðstaddur er fyrstu tölur birtast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.