26.11.2006 | 21:57
Úrslit liggja fyrir!
Svona er lífið! Ég hlaut áttunda sætið í prófkjörinu, þökk sé félaga mínum á Siglufirði sem hlaut það níunda. Ég dáist samt að einurð og dug félaga minna sem kusu mig í fyrsta sætið en þeir voru 101, og 100 til viðbótar kusu mig í annað sætið. Samtals sáu 1402 ástæðu til að hafa mig á lista sex efstu í þessu prófkjöri. Ég þakka fyrir það. Bæjarstjóri Akureyringa sigraði glæsilega og ég tel að Arnbjörg hafi unnið varnarsigur því vissulega var að henni sótt. Ólöf lagði mikið undir og uppskar vel en samkvæmt tölunum þá er ljóst að stuðningsmenn Kristjáns hafi sett hana í annað sætið fremur en Þorvald sem hlaut fjórða sætið. Ljóst var í þessum kosningum að blokkamyndun myndi ráða miklu um endanlega röð og þeir sem lítið hafa fram að færa í þeim slag verða útundan. Hér í Norðurþingi öllu voru 202 á kjörskrá sem blokkarhöfðingjum þykir ekki stór biti. Enda stóð mitt hérað eindregið með mér og ég er hreykinn og ánægður með það. Og þakklátur. Margt fróðlegt má svo lesa út úr tölunum en skemmtilegt var þetta. Og er það ekki það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.