Leita í fréttum mbl.is

Síðasta prófkjörið?

Þó prófkjör séu skemmtileg þá er ekki víst að aðferðin sé réttlætanleg þegar á allt er litið. Víst eru þau súr á stundum, berin blessuð en það hlýtur að vera til auðveldari og ódýrari leið til að stilla upp á lista stjórnmálaflokks en lokað prófkjör eins og hér fór fram í NA-kjördæmi. Mér reiknast til að heildarkostnaður við prófkjörið í NA-kjördæmi sé ekki undir 25 milljónum íslenskra króna, sjálfsagt hærri. Betra væri að eiga þessa aura í baráttunni um völd flokks fremur en að nota þá í stríð einstaklinga um persónulega stöðu. Til að koma á móts við óskir flokksfélaga og jafnvel annarra að geta valið milli einstaklinga, án afskipta flokkseigenda eða ráðandi afla, mætti vel hugsa sér að allir flokkar hefðu prófkjör sama daginn, opið öllum. Til að tryggja nýliðun og eðlilega kynningu þá mætti hver auglýsa eins og hann vildi en það yrði að leggja jafnmikið fé á móti í viðkomandi flokkssjóð vegna alvörukosninganna. Eitthvað bókhaldsvesen---- en þetta gæti dugað til að halda þessu niðri og bera upp kostnaðinn við alþingiskosningarnar. Sá kostnaður þyrfti þá ekki að koma beint úr vasa almennings, eins og verið er að stinga uppá. Það liggur í loftinu, að dagar prófkjara eins og við vorum að upplifa, sé liðinn. Ég tel reyndar að við höfum verið tiltölulega heppin. Þetta gekk vandræðalaust og án blóðsúthellinga og ég veit ekki betur en allir séu sáttir. En hvað næst?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband