25.11.2008 | 21:51
Af hetjum og dáðum: Rössur fer í víking og drepur norðlendinga
Nú reiddi hann upp öxina Blekkingarnaut og hjó mikinn svo hún hljóp á kaf höfuð Norðlendinga. Duttu þeir þegar dauðir niður. Hló hann við og sagði meðreiðarsveinum sínum að til Helguvíkur skyldi nú halda með viðkomu i Straumi að Rannveigar og þiggja þar góðgerðir eftir ódæðisverkið. Losaði hann öxina úr höfði norðanmanna og strauk blóðið af í skegg sér. Lýðurinn hrópaði heróp mikið og bauð Vitgrunn Ísbjarnardóttir honum þegar til búðar.
Voru nú boð send Varla lækni hinum dýra sem sendi þegar pyngju fulla gulli til Rössurar. Höfðu þeir sammælst um að ganga til þessa verks en Varli hafði ei þorað heiman að fara sökum þjófa er gengu um hirslur hans. Var hann blauður maður kallaður af verkum þessum.
Rössur kallaði nú til þræla sína norðlenska og sagði þeim að hylja hræin og þiggja af sér gjafir nokkrar. Kvölurum gaf hann 100 aura silfurs og Skurðsmönnum gaf hann kross til að setja upp á nesi nokkru. Heitir þar síðan Krossanes. Flágeiri og Krans launaði hann með því að höggva af þeim höfuðið. Þrælum sínum í Þingeyjarþingi gaf Rössur ekki neitt. Sagði þá fávísa og heimska að hafa trúað sér.
Reið nú Rössur suður. Bárust fregnir af ódæðinu víða. Óspakur í Hlandsvirkjun sagði förina mikla hetjudáð en aðrir sögðu þetta upphaf illdeilna sem ekki sæist fyrir endann á. Enginn þorði að halda uppi bótum fyrir norðlendinga sökum ofríkis Rössurar
Þegar þriðja hrossið sprakk undan Rössuri í ferðinni skipaði hann þrælum sínum þeim Beinakarli, Hraðlygnum og Skrámi að bera sig. Varð þeim tiðrætt að auk þyngdar Rössurar hefðu baugar á fingrum hans verið þungir sem blý. En Rössur bar jafnan baug á hverjum fingri. Segir ekki meir af Rössuri að sinni
Í draumi sérhvers manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.