3.1.2009 | 14:53
Gott innlegg Aðalsteins......uppgjör við svik og blekkingar
Við lestur greinar olíumálaráðherrans í Fréttablaðinu þá liggur ljóst fyrir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að svíkja allar yfirlýsingar um atvinnuuppbyggingu utan suðvesturhornsns. Með því að múta stjórnmálamönnum á Akureyri með loforðum um aukna orku til Becromal smáðjunnar var samstaða Norðlendinga brotin niður. Auk þess var farið að flagga einhverju bulli um "græna stóriðju" í Bakka sem er ekki til og hefur aldrei verið til. Einhverjir einfaldir og trúgjarnir Húsvíkingar hengdu sig því miður á þetta.
Olíumálaráðherrann hefur skrifað í næturblogg sitt um sólarsellur. Hvet ég alla til að kynna sér slíka framleiðslu. Inn átti að flytja 150.000 tonn af kvartzgjalli og með mikilli orku vinna úr því 30.000 tonn af hráefni í kísilflögur. Hvað gera átti við 120.000 tonn af kvatzhrati hefur ekki verið skýrt.Tvö framleiðslustig eru þá eftir í draum olíumálaráðherrans. Þau stig eru ekki á dagskrá þeirra aðila sem hafa platað oliumálaráðherrann og fleiri sakleysingja. Þessi iðja, fyrsta stig kísilflöguframleiðslu, mengar 3x CO2 á við álframleiðslu per tonn. Er aðeins 10 milljarða fjárfesting, Notar 75 MW af orku. Svona verksmiðja hefur stuttan líftíma, vegna þess að þetta tekur alltof mikið pláss/landflæmi og þvi er verið að reyna að finna eitthvað annað en kísilflögur til þessara nota td. Thyrillium-Cadmium. Hér var aðeins um frumvinnslu hrávöru fyrir sólarcellur að ræða sem er dýrasta orkuýting sem um getur. Hrun er fyrirsjáanlegt í framleiðslu sólarcella fyrir dýrt umhverfissnobb dýrkenda gamla tímans. Einfaldlega of dýrt.
Við sjálfstæðisfólk skulum ekki gleyma þætti fjármálaráðherra og flokksins okkar í málinu. Honum hefur verið gjarnt til að að stöðva "þensluna" með því að skera niður opinberar framkvæmdir á landsbyggðinni. Koma okkur í kreppu, halda okkur í kreppu, kreppu á kreppu ofan. Yfirlýsingar forystu flokksins um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eru ómarktækar. Blekkingar. Þingmenn okkar skulda okkur skýringar. Hvar hafa þeir verið? Vissu þeir ekki hvað var að gerast?
Það vantar aðeins 2milljarða til að losa okkur úr vítahring rannsókna og orkusamninga á háhitasvæðum Þingeyjarsýslna.. Engar rannsóknir engir orkusamningar og engir orkusamningar engar rannsóknir.
Nú verðum við að ná samstöðu í héraði og berjast fyrir alvöru atvinnuuppbyggingu með nýtingu orku héraðsins.
Við ráðum enn framtíð okkar. Gleðilegt ár.
Kveðjur í föðurlandi og ullarsokkum frá Noregi
Sigurjón Benediktsson
Ósáttur við forgangsröðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Sigurjón,þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart að fá svona yfirlýsingar frá þessu Samfylkingarhyski að sunnan og með dyggum stuðningi frá Árna Matt sem á að heita fjármálaráðherra í þessari ríkisstjórn,sem ekkert hefur gert til að aðstoða okkur hér í því að byggja eitthvað upp til framtíðar eða allavega hefur mér ekki borist það til eyrna enn þá.Við þurfum að fara að lýsa eftir þessum svokölluðu þingmönnum okkar og allavega að fá að vita hvort þeir eru lífs eða liðnir því ekki hef ég séð þá mikið á ferðinni hér á Húsavík undanfarin misseri,ekki það að ég sakni þeirra neitt sérstaklega því ég hef heldur ekki orðið var við þeir séu neitt að leggja fram okkur til hjálpar.
Stefán Sig.Stef, 3.1.2009 kl. 15:15
Sæll. Nafni málið er einfalt það er einfaldlega verið að loka fyrir atvinnubyggingu í Norðurþingi og það sem meira er að tekin eru erlend lán í framkvæmdina sem þjóðin á að borga. Alcoa hefði fjármagnað á annan hátt.
Sjá.
Alcoa, Inc. (AA)
Shares Short (prior month)3:
Century Aluminum Co.
http://www.infomine.com/commodities/aluminum.asp
svo inn í
Top bauxite producing mines: Sangaredi, Huntly / Willowdale, Weipa, MRN-Oriximina, Worsley, Gove, Los Pijiguaos, Turgay and Krasno-Oktyabrsky, Panchpatmali Hills
Top bauxite producing countries: Australia, Brazil, China, Jamaica, Guinea, India, Russia, Venezuela, Suriname, Kazakhstan
Latest: Financings
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 3.1.2009 kl. 16:23
Miðað við aðstæður þjóðarinnar núna er alveg með ólíkindum að hægt skuli að vera að finna fólk sem er andsnúið atvinnuuppbyggingu í landinu.
Nógu erfitt er að þurfa að takast á við kreppuna þó að við þurfum ekki að takast á við glórulaust ofstæki umhverfisverndarsinna í hvert skipti sem reynt að nýta auðlindir landsins til atvinnu- og verðmætasköpunar.
Fyrirtæki og framkvæmdir eiga einungis að sæta almennum reglum hvað varðar umhverfismál.
Það er alveg hægt að setja almennar reglur vegna umhverfisáhrifa framkvæmda sem eru gagnsæjar og tefja ekki fyrir þeim sem eru tilbúnir til framkvæmda.
Margra ára óljóst umhverfismatsferli er einungis dragbítur á framfarir og fælir fjárfesta frá Íslandi.
Finnur Hrafn Jónsson, 3.1.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.