Leita í fréttum mbl.is

Af hverju eru úrslitin ekki birt?

Nú er langt um liðið frá því að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi lauk. Það eru liðinir ellefu dagar. Á fréttamannafundinum þar sem úrslit voru kunngjörð var dreift sneplum nokkrum þar sem úrslitin voru tíunduð á þokkalegan og greinargóðan hátt. Ýmsir virtust hafa þetta undir höndum en aðrir ekki. Einhverjum dögum eftir prófkjörið kom sending frá hinni afar duglegu kjörstjórn þar sem reynt var að stimpla þessa snepla sem trúnaðarmál og frambjóðendum tjáð að dreifa alls ekki upplýsingum um úrslit!. Þetta er allskondið og bað ég strax um að aflétt yrði öllum "trúnaði" og úrslitin birt opinberlega. Enn hefur ekkert gerst í því - og þó ég hafi beðið um að fá úrslitin á rafrænu formi hefur því ekki verið svarað. Nú trúi ég ekki að nefndin ætli sér ekki að senda frambjóðendum og öllum sem vilja úrslitin á rafrænu formi eða birta á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Ef svo ótrúlega fer þá mun ég birta þau á þessari síðu þegar er ég hef sett þau upp í töflu eins og kynnt var á fréttamannafundinum. Þetta er ekki trúnaðarmál. Allir sem buðu sig fram vissu að þeir voru í framboði og gátu lent hvar sem var hjá kjósendum. Í öðrum kjördæmum haf þessir listar verið birtir án þess að nokkur væri spurður. Hvers vegna þessa leynd? Er eitthvað að?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 91718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband