Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
6.12.2006 | 22:23
Hver skammtar lífsgæði?
Nú er verið að lækka vsk á matvöru og fella niður vörugjöld á mat. Lobbýistar drykkjarvöruframleiðenda hafa staðið sig vel því sykraðir gosdrykkir munu einnig lækka í 7% vsk og felld verða niður vörugjöld af þessum lífsnauðsynlegu drykkjum. Sendi af þessu tilefni eftirfarandi á efnahagsnefnd þingsins:
Vel hefur konungur alið oss því hvítt er þessum karli um hjartarætur%u201D . Andaðist svo Þormóður Kolbrúnarskáld standandi
og féll ekki fyrr en hann var látinn
Og vel ætla stjórnvöld að ala þessa þjóð. Nú liggur fyrir að ropvatnið dísæta mun flæða í enn stríðari straumum um varir, tennur, munn og maga þjóðarinnar þegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda leiða til lækkunar á þessari vöru til þjóðarinnar. Halda mætti að kaloríusnauð sé þjóðin á leið til mikilla bardaga þar sem hár blóðsykur er forsenda mikilla afreka og dáða á vígvellinum. Nei þjóðin líður nú síst af öllu skort á hitaeiningum og mesti bardagi sem er í sjónmáli, eru slagsmálin á jólaútsölunum ef þjóðin kemst þá út úr húsi vegna offitu og depurðar af of mikilli sykurneyslu í formi sælgætis og gosdrykkja um hátíðarnar.
Tannheilsu þjóðarinnar hrakar og á meðan lækka stjórnvöld álögur á sykrað ropvatn. Er það í sorglegri mótsögn við staðreyndir um heilsufar, forvarnir og viðhorf heilbrigðisstétta. Tannlæknar hafa ekki verið beðnir að gefa álit sitt á tillögum stjórnvalda. En enginn, sem lætur sig einhverju skipta vaxandi glerungseyðingar á fallegum fullorðinstönnum barna okkar, getur látið málið fram hjá sér fara.
Undirritaður hvetur þingmenn til að koma í veg fyrir þessa atlögu að heilsu okkar. Heilsuvandir þingmenn samþykkja ekki að að dísætir gosdrykkir skuli undanþegnir vörugjöldum um leið og virðisaukaskattstig þeirrar vöru er lækkað. Gangi þetta óbreytt eftir táknar það aðeins eitt: Aukna neyslu með fleiri og fjölbreyttari og dýrari heilsufarsvandamálum. Þjóð sem tímir ekki að halda uppi almennri tannheilsugæslu verður að hafa vit til að stýra heilsuspillandi neysluvenjum út af borðum neytenda.
Nóg er nú samt!
6.12.2006 | 20:35
Hver voru úrslit í prófkjöri Sjallanna hér í NA-kjördæmi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 21:13
Af hverju eru úrslitin ekki birt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2006 kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 22:12
Ljósleiðari, lífæð samskipta.
Ekki verður við unað að ekki sé hægt að treysta á þetta --- en það er líka ágætt líf án alls þessa.
1.12.2006 | 20:55
Sjálfstæðisflokkurinn. Er hann allra?
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar