Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Menningarferð til Reykjavíkur: Frásögn sveitajúlla.

Um liðna helgi lagði ég hjól undir fætur mínar og fór til borgríkisins. Fyrir utan allt sem ekki var gott var þetta mikil upplifun. Fyrst fór ég í sýningarsafnið í Perlunni. Perlan er nú alveg sérstök og hvílikt útsýni og mannvirki! En sögusafnið eða hvað sem þetta heitir er stórkostlegt og þú skalt fara þangað þó þú sért enn á gúmmískónum. Passaðu bara heilsa ekki sveitungum þínum sem þú sérð þarna í þessum fallega heimilisfatnaði. Þetta eru vaxmyndir, alveg stórkostlega vel gerðar og eðlilegar. Spjallaði ég heillengi við eina og fattaði ekki neitt fyrr en ég klappaði kumpánlega á bakið á henni án viðbragða. Kona mín fullyrtri að einn hefði lyft hendi í kveðjuskyni. En þarna var vel gerð sýning með fróðleik og fagmennsku. Gaman. Næst fórum við í Þjóðminjasafnið . Þar er allt breytt frá því sem áður var og mátti safnið nú alveg við því. Var það skemmtilegt en ekki ýkja fjörlegt. En einni ferð til Reykjavíkur á hverju ári til þess að heimsækja Þjóðminjasafnið er val varið og ungviðið verður að sjá þetta. Þarna eru gersemar þjóðarinnar. Mætti vera meira fjör. Mér finnst meira gaman í líflegu söfnunum og sýningunum og fræðin síast betur inn. Næst fórum við í Sögusýningu Landsbankans í gömlu Moggahöllinni. Það verð ég að segja að það kom skemmtilega á óvart. Vel upp sett og áhugavert. Þarna var saga Reykjavíkur í myndum og saga viðakipta og verslunar í tólum og tækjum. Mæli með þessaeri sýningu. Lokað var í kjallara nýja hótelsins í Aðalstræti en þar er landnám Ingólfs rifjað upp með raunveruleikaþætti.Fróðari fór ég heim.

Afskipti samgönguráðherra af ákvörðunum sveitarstjórna.

Þar sem þriggja ára tilraunaverkefni vegna Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi lauk nú um áramót er ekkert eðlilegra en að aðilar sem borga brúsann geri upp hug sinn til verkefnisins. Það var gert í hinu nýja víðfema sveitarfélagi Norðurþingi. Þar eru nýjar aðstæður. Ný tækifæri. Nýr meirihluti. Ákveðið var sveitarfélagið kæmi frekar að styrkingu og kynningu á svæðinu norðan Vatnajökuls með sterkum tengingum til Austurlands enda liggur það beinna við, en tengsl vestur í Hrútafjörð.

Þá bregður svo við að ráðherra ferðamála  fer að skipta sér af málum  á afar ósmekklegan og leiðinlegan hátt, með undarlegum yfirlýsingum og fordómum. Ekki hafði hann fyrir því að kynna sér málin, ræddi ekki við þá er komu að ákvörðun,  hedur tók undir gaspur stjórnarformanns Markaðsskrifstofunnar sem er í pólitískum leik með þetta mál. Ráðherra ferðamála hefur ítrekað sýnt hug sinn til ferðaþjónustu og samgöngumála á norðaustursvæðinu. Hefur hann virkað sem nokkuð öruggur þröskuldur í vegi framfara og kórónar nú stefnu sína með því að vera á móti því að byggðalögin styrki þá sem mest þurfa á því að halda innan þess sveitarfélags sem borgar brúsann!


Tannheilsa Íslendinga: hrikaleg afturför

Nú liggur fyrir að tannheilsa ungra Íslendinga fer hratt versnandi. Enda ekki von á öðru þegar horft er til þess að 16.000 ungmenni 4-18 ára fara ekki til tannlæknis. Í samanburði við hin norðurlöndin er staða okkar ekki fögur ein sog sjá má í meðfylgjandi töflu:

12 ára aldurshópurÍslandDanmörkSvíþjóðNoregurFinnland
Allar tennur óskemmdar, óviðgerðar22%36%62%48%35%
Tanntala DMFT2,40,80,91,51,2
Ar20052005200220002000
Heimild:  WHO (Oral health) en tanntala fyir Ísland er uppfærð miðað við MUNN'IS rannsóknina sem gaf 1.4 en án röntgengreiningar sem bætir við 1 heilum við tanntöluna samkvæmt rannsóknum


Eru tennur líffæri?

Ég hef forðst að rita mikið um tannlækningará þessum vettvangi. Nú hef ég hugsað mér að breyta til að taka fyrir tannlækningar og tannheilsu frá mínu sjónarhorni. Tannheilsa þjóðarinnar var hörmuleg hér á árum áður. Var þar enn eitt heimsmetið í okkar eign: Mesta tannátutíðni á Vesturlöndum! Árið 1974 var ákveðið að Tryggingastofnun semdi við tannlæknastéttina um læknisþjónustu og með því fyrirkomulagi kosmt tannheilsa yngri kynslóðarinnar í lag og heimsmetið féll í annarra hendur. Mesta lækkun í tíðni tanskenmmda í Evrópu, var staðreynd. En þessi ríka þjóð taldi sig ekki hafa efni á því að greiða tannlækniskostnað úr sameiginlegum sjóðum. Frá árinu 1998 hafa engir samningar verið í gildi við tannlækna og er nú svo komið að 16000 ungmenni á aldrinum 4-18 ára koma ekki til tannlæknis og nýta sér því ekki lögbundinn styrk sinn til tannlækninga. Styrkur Tr miðast við einhliða gjaldskrá sem gefin er út af heilbrigðisráðherra, styrkirnir nýtast til að greiða 25-40% af kostnaði við tannlækningar 0-18 ára. Eru tennur ekki líffæri?

Er Krónan að gera út af Evruna?

Halda mætti að íslenskt efnahagslíf hafi tögl og haldir í fjármálaheiminum og er þá ekki aðeins átt við Ísland heldur Evrópu og allt hitt. Þetta er óhófleg bjartsýni og á skjön við raunveruleikann. Því ég hvet alla sem hafa til þess nokkur tök að skoða hvort betra sé að hafa skuldir sínar í erlendum gjaldeyri og breyta samkvæmt því. Auðvitað verða mestur hluti skulda hér á landi í krónum, meðan hún er til, og ef það sem stendur undir skuldunum - eða tekjurnar - eru í krónum. Þetta eru nú engin ný sannindi en alltaf vekur það furðu að þetta umtal um Krónu og Evru byrjar alltaf á núllpunkti eins og enginn viti neitt og enginn hafi upplifað hroðaleg tök verðbólgunnar á skuldastöðu einstaklinga. Fyrirtækin skulda helst ekki í íslenskum krónum - nema hlutafjáraukningarnar sínar. Segir það ekki sína sögu?

Gróðurhúsalofttegundir: lausn er til!

Nú ætti öllum að vera ljóst að það sem skiptir máli í baráttunni gegn loftlagsbreytingum er að gróðursetja tré, vernda gróðurhulu jarðar og hindra jarðvegseyðingu/tap. Nú er lag þegar risafyrirtæki sækjast eftir að komast hingað í hreina orku og hljóta að þurfa að núllstilla mengun sína. Það eru til leiðir og okkur ber skylda til að hefja gróðursetningu og landgræðslu í stærri stíl en áður hefur þekkst. Tólin, tæknin og þekkingin er fyrir hendi. Gróðapungar samfélagsins sem sífellt eru með dökka samvisku ættu að finna einhverja friðþægingu í því að koma að slíkum hlutum.


Hver borgar útilegur svörtu náttúruverndarinnar?

Nú fara andstæðingar atvinnuuppbyggingar á Íslandi hamförum vegna þess að álrisinn bregst auðvitað við áróðri gegn starfsemi risans. En hver borgaði útilegufólkinu við Kárahnjúka? Hver borgaði alls konar sammmenkomst og sýndarlæti vegna virkjana og álvers á síðasta ári ? Auðvitað borgar einhver. Hvítflibbar annarra álrisa hafa hagsmuna að gæta að hér verði ekki álver eða önnur stóriðja. Borguðu þeir brúsann? Atvinnuumhverfissnobblið? Borgaði það ? Hitt er miklu eðlilegra að ljóst sé að t.d. AlCan er að reyna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Er það eitthvað óeðlilegt? Það er okkar að meta hvort það sé eithvð að marka það sem, andstæðir aðilar hafa fram að færa um sinn málstað.

Jæja, nú er það nýja árið!

Saddam horfinn, áramótaskaupsumræðan búin, áramótin gengin yfir, Ólafur og Geir kenndu okkurvíst einhverja mannasiði. Allt þetta hefur engin áhrif. Tími gamli stjórnar þessu öllu. Allt gleymt á morgun. Eitthvað nýtt og ferskt tekur við og það verður svo gamalt og úldið næsta dag, næstu stund. Hvernig væri að reyna að ná tökum á Tíma gamla, ekki á heimsvísu , heldur hver fyrir sig, í sínum ranni. Engin siðbót, engin prédikun, aðeins staldra við og hugsa hvað vorum við að tala um í gær sem er þess virði að ræða í dag? Hugsa um , velta fyrir sér, skoða frá öllum hliðum.
Jæja ég má ekkert vera að þessu heimspekihjali, flýta sér, drífa sig...enginn tími...

Hver ætlar að græða á gengisfellingu krónunnar?

Þegar horft er yfir fjármálamarkaðinn virðist augljóst að gammar markaðsins eru að undirbúa 20-30% gengisfall krónunnar á næstu mánuðum. Eru búnir að koma aurum sínum fyrir í erlendum gjaldeyri, taka gríðarleg lán (td með hlutafjáraukningum) í íslenskun krónum og ætla síðan að gengisfella krónuna, koma með verðmætan gjaldeyri sinn og greiða verðfallin lánin sín í hvelli áður en verðbólguáhrif gengisfallsins fara að verka á íslenskan lánamarkað. Raunar skiptir það ekki svo miklu máli - því mest af þessu eru óverðtryggð lán sem gammarninr hafa geta gramsað í.
Hinir yndislegu bankar fara fyrir í þessu fári enda eiga gammarnir bankana og draga okkur á asnaeyrunum stanslaust. Vanmáttug peningastjórnun ræður ekki við þetta. Mátulegt væri á gammana að gengið væri hækkað handvirkt um 30% og gjaldfella lánin þeirra á sama tíma. En hver getur það svo sem? Og ekki neitt bull um markað og samkeppni, það vita allir að gammarnir ráða þessu, ÞEIR eru mafrkaðurinn, ásamt gjörspilltu lífeyrissjóðakerfi sem verður að sýna risaávöxtun til að standa undir vitlausum skuldbindingum og misheppnuðu fjárfestingafylleríi. Heitir engin áramótabomban "Gammarnir"?

Hjááálp!

Er enn fastur í umferðarteppunni við Garðabæ. Ef einhver velviljaður á þyrlu þá vinsamlegast náið í einhverja sem eru búinir að vera þar á hringsóli á 2 km hraða á klukkustund í langan tíma. Veðurlýsing: Rigning úr öllum áttum lárétt. Skyggni lélegt. Mikið af bílum á ferð, eða réttara sagt á afar hægri ferð.
Skrifa þetta á síðustu elektrónum ferðatölvunnar. Ef ekkert spyrst til mín á morgun vinsamlegast greiðið úr umferðarflækjunni. Æ, hvað það væri gott að vera kominn heim...hulk..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband