Leita í fréttum mbl.is

Hver er ábyrgð tryggingatannlæknis?

Það er sérkennilegt að tryggingatannlækni finnist ekkert  "stórkostlegt" tannheilsuvandamál vera í gangi "almennt".   Þó eru tannlæknar búnir að benda á þá öfugþróun sem er að kristallast í hratt versnandi ástands  tannheilsu ungmenna, ástandi sem kemur í ljós í rannsóknum sem apparatið sjálft gerði -  en vill svo ekki kannast við.

Starfandi tannlæknar komu ekki að þessum rannsóknum. Sífellt eru opinberir aðilar þar á meðal tryggingatannlæknir, að hamra á því að tannlæknar séu með hræðsluáróður um versnandi tannheilsu. Tryggingatannlæknir fullyrðir að "hans gögn" sýni að tannheilsa sé bara í fínu lagi. Af hverju sýnir hann ekki þessi gögn og upplýsir hvort Munnís rannsókn yfirmanna hans hafi verið bull. Af hverju seguir hann ekki beint að ungenni sem komi sárþjáð á tannpínuvakt séu ekki raunveruleg, reynsla tannlækna sé bara vitleysa og mat þeirra á tannheilsu sé rangt! 

Tryggingastofnun (nú Sjúkratryggingastofnun) ber ábyrgð á stefnu í tannheilbrigðismálum síðasta áratugar.

Allir sem vilja vita og þora að horfast í augu við staðreyndir vita hvað er að gerast í tannheilsumálum þjóðarinnar. Að kenna tannlæknum um -  dugar ekki lengur, að saka þá um hræðsluáróður - er heimska. Íslenska tannheilsumódelið er aðeins nothæft til  eins --að varast það!


mbl.is Snúa þarf við afturför í tannheilsu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband