Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
28.5.2009 | 07:36
Sama gerist í tannlækningum
Því miður báru stjórnmálamenn ekki gæfu til þess að hafa heilbrigðiskerfið í lagi þegar ósköpin dundu yfir. Mörg voru þó tækifærin. Það er meir en nóg að gera í lækningum tanna eins og alþjóð veit. Það er ekki málið. Það eru vinnuaðstæður og þrúgandi umhverfi neikvæðni og illkvittni stjórnmála- og embættismanna sem ráða því að heilbrigðisstéttir forða sér í vinsamlegra umhverfi. Þar sem heilbrigðiskerfið er í lagi og vinna manna ert virt einhvers. Ekki bara í launum heldur umtali og viðmóti.
Tannlæknar eru sjálfstæðir atvinnurekendur. Rekstrarkostnaður rýkur upp úr öllu valdi á sama tíma og skattheimta eykst og tannheilsu hrakar. Það er ávísun á atgervisflótta. Lækna og tannlækna vantar allsstaðar í heiminum - á Íslandi er skipulagt offramboð í asnarækt ríkis- og embættisvaldsins.
Það er viðbúið að embættismannaaðallinn kreisti út væl um há laun og frekju heilbrigðisstéttanna í kjölfar þessara sanninda. Líklega eru það ekki þeirra börn sem klóra á hurðir tannlæknadeildar með sára tannpínu á tannpínuvakt Tannlæknafélagsins á laugardagsmorgnum.
![]() |
Læknar flýja kreppuland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 13:06
Hver er ábyrgð tryggingatannlæknis?
Það er sérkennilegt að tryggingatannlækni finnist ekkert "stórkostlegt" tannheilsuvandamál vera í gangi "almennt". Þó eru tannlæknar búnir að benda á þá öfugþróun sem er að kristallast í hratt versnandi ástands tannheilsu ungmenna, ástandi sem kemur í ljós í rannsóknum sem apparatið sjálft gerði - en vill svo ekki kannast við.
Starfandi tannlæknar komu ekki að þessum rannsóknum. Sífellt eru opinberir aðilar þar á meðal tryggingatannlæknir, að hamra á því að tannlæknar séu með hræðsluáróður um versnandi tannheilsu. Tryggingatannlæknir fullyrðir að "hans gögn" sýni að tannheilsa sé bara í fínu lagi. Af hverju sýnir hann ekki þessi gögn og upplýsir hvort Munnís rannsókn yfirmanna hans hafi verið bull. Af hverju seguir hann ekki beint að ungenni sem komi sárþjáð á tannpínuvakt séu ekki raunveruleg, reynsla tannlækna sé bara vitleysa og mat þeirra á tannheilsu sé rangt!
Tryggingastofnun (nú Sjúkratryggingastofnun) ber ábyrgð á stefnu í tannheilbrigðismálum síðasta áratugar.
Allir sem vilja vita og þora að horfast í augu við staðreyndir vita hvað er að gerast í tannheilsumálum þjóðarinnar. Að kenna tannlæknum um - dugar ekki lengur, að saka þá um hræðsluáróður - er heimska. Íslenska tannheilsumódelið er aðeins nothæft til eins --að varast það!
![]() |
Snúa þarf við afturför í tannheilsu barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar