Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.8.2009 | 19:57
Skoðanir sértrúarhópa
Umhverfissamtök í Þingeyjarsýslum lýsa yfir undrun á ummælum umhverfissamtaka á Akureyri um náttúru og orkunýtingu í Þingeyjarsýslum. Þessi samtök (HÚSGULL, SNUÞ, Skógræktarfélag Húsavíkur) gera engar athugasemdir við rannsóknir í Gjástykki og fagna því að nýting svæðisins hefur opnað nýja möguleika í ferðaþjónustu og náttúruskoðun.
Vonandi leiða rannsóknir í ljós mikla orku sem nýtt verður í allra þágu.
Það er sérkennilegt að fréttamenn ríkisútvarpsins hafa aldrei séð ástæðu til að leita álits þeirra sem búa á þessum svæðum. Fréttamenn taka þannig þátt í rangri upplýsingagjöf og ala á framgangi öfgahópa sem vinna skemmdarverk á atvinnuuppbyggingu alls fjarri heimaslóð. Innlegg sértrúar- og öfgahópa á opinberu framfæri eins og SUNN og Landverndar, er í óþökk ofangreindara umhverfissamtaka sem og langflestra landsmanna.
Megi fréttastofa ríkisrekins fjölmiðils vanda sig betur i framtíðinni við að koma fréttnæmum tíðindum til landsmanna. Gjástykki tilheyrir sveitarfélaginu Þingeyjarsveit og í sameiningu hafa sveitarfélögin á svæðinu (Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit) samþykkt svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir orkurannsóknum og nýtingu í Gjástykki, og á Þeistareykjum. Það er ekki á valdi einhvers Akureyrings eða fréttamanna að breyta því.
18.8.2009 | 22:58
Víst verður álver á Bakka!
Ráðherra fjármála, rétt dreginn upp úr drullupittum EU og ICESAVE, er orðinn kokhraustur á ný og þykist geta gert út af við atvinnuuuppbyggingu á Norðurlandi í fjölmiðlum - einn ganginn enn. Enn eru "eitthvað annað" úrræðin dregin fram. Ekki er þó útlit fyrir fjölgun lögreglumanna eða landvarða sem hann boðaði síðast er hann tjáði sig um þetta "eitthvað annað". Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna hefur meira að segja tekist að fækka ferðamönnum!
Hann getur dansað með Akureyringum í hrunadansi svartnættis, sólarsellubulls og sjálfumgleði og haldið aukabull á Blönduósi með næturgagnaverinu sínu.
Á Bakka við Húsavík mun rísa iðja sem nýtir okkar 400 MW vistvænu orku í héraðinu. Það er vilji heimamanna og stjórnvöld hafa marglýst því yfir að þau hefðu ekkert um það að segja. Nú hefur Chinal sýnt áhuga á álvinnslu eftir hrakfarir þeirra við að reyna að kaupa Rio Tinto. Alcoa er að vakna. Rússneskur áliðnaður á brauðfótum og í orkuskorti.
Þessi áhugi fjárfesta snýr að orku í Þingeyjarsýslum og samskiptum við heimamenn en hefur ekkert með fjölmiðlaáróður eða sorglegar persónur í íslenskum stjórnmálum að gera.
![]() |
Óvíst um álver á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2009 | 07:03
Eftir hverjum bíða pokar hálffullir af grjóti?
Hér á Húsavík höfum við boðið fram heilt hús sem fangelsi fyir fjárglæframenn en nú koma sunnlendingar með afdrifaríkari lausn. Á að nota Drekkingarhyl? Er hann nógu stór fyrir alla?
Er ekki hægt að semja um að setja þá frekar í fangelsi?
![]() |
Grjótpokar bíða við Öxarárfoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 11:26
Loksins eitthvað jákvætt
Húrra!.Það var kominn tími til að einhver hreyfing kæmist á virkjanmál á norðurlandi. Umhverfissamtök í héraðinu hafa leitað álits jarðfræðinga og kunnáttumanna á mikilvægi svæðisins við Gjástykki með tilliti til þess hvort virkjanaframkvæmdir eða rannsóknir skemmdu eitthvað fyrir einhverjum eða rústuðu þessu svæði . Niðurstaðan er sú, að þetta svæði, sem rætt er um að verði nýtt undir rannsóknir og mögulega virkjun sé alls ekkert merkilegt í ljósi jarðfræði eða umhverfisvísinda. Þess utan tryggja þessar rannsóknir aðgengi að svæðinu, svæði sem er auðvitað miklu stærra og merkilegra heldur en það sem verður nýtt undir rannsóknir og vonandi virkjun.
Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af útivist og ferðalögum að nýta sér vegarslóðann sem hefur verið endurbættur. Farið er frá Kísilvegi í austurátt og í stað þess að halda þann slóða áfram norður til Þeistareykja er haldið enn frekar í austurátt og komið í Gjástykki og með lagni má finn aslóða sem lighgur niður að Kröflu. Engar hættur en villugjarnt. Réttast væri að merkja leiðina.
Þegar komið er heim er rétt að senda hugrenningar sínar um orkunýtingu á svæðinu til Skipulagsins. Verum jákvæð. Það má alveg gera jákvæðar athugasemdir í stað öfganna. Hjá okkur eru athugasemdirnar, fögnuður og gleði yfir því að orkumálin fara nú í gang og aðgengi batnar að þessum stöðum sem umhverfisöfgahópar hafa haldið í gíslingu fram að þessu. Njótum í stað nöldurs.
![]() |
Leita umsagna um rannsóknarboranir í Gjástykki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 07:36
Sama gerist í tannlækningum
Því miður báru stjórnmálamenn ekki gæfu til þess að hafa heilbrigðiskerfið í lagi þegar ósköpin dundu yfir. Mörg voru þó tækifærin. Það er meir en nóg að gera í lækningum tanna eins og alþjóð veit. Það er ekki málið. Það eru vinnuaðstæður og þrúgandi umhverfi neikvæðni og illkvittni stjórnmála- og embættismanna sem ráða því að heilbrigðisstéttir forða sér í vinsamlegra umhverfi. Þar sem heilbrigðiskerfið er í lagi og vinna manna ert virt einhvers. Ekki bara í launum heldur umtali og viðmóti.
Tannlæknar eru sjálfstæðir atvinnurekendur. Rekstrarkostnaður rýkur upp úr öllu valdi á sama tíma og skattheimta eykst og tannheilsu hrakar. Það er ávísun á atgervisflótta. Lækna og tannlækna vantar allsstaðar í heiminum - á Íslandi er skipulagt offramboð í asnarækt ríkis- og embættisvaldsins.
Það er viðbúið að embættismannaaðallinn kreisti út væl um há laun og frekju heilbrigðisstéttanna í kjölfar þessara sanninda. Líklega eru það ekki þeirra börn sem klóra á hurðir tannlæknadeildar með sára tannpínu á tannpínuvakt Tannlæknafélagsins á laugardagsmorgnum.
![]() |
Læknar flýja kreppuland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 13:06
Hver er ábyrgð tryggingatannlæknis?
Það er sérkennilegt að tryggingatannlækni finnist ekkert "stórkostlegt" tannheilsuvandamál vera í gangi "almennt". Þó eru tannlæknar búnir að benda á þá öfugþróun sem er að kristallast í hratt versnandi ástands tannheilsu ungmenna, ástandi sem kemur í ljós í rannsóknum sem apparatið sjálft gerði - en vill svo ekki kannast við.
Starfandi tannlæknar komu ekki að þessum rannsóknum. Sífellt eru opinberir aðilar þar á meðal tryggingatannlæknir, að hamra á því að tannlæknar séu með hræðsluáróður um versnandi tannheilsu. Tryggingatannlæknir fullyrðir að "hans gögn" sýni að tannheilsa sé bara í fínu lagi. Af hverju sýnir hann ekki þessi gögn og upplýsir hvort Munnís rannsókn yfirmanna hans hafi verið bull. Af hverju seguir hann ekki beint að ungenni sem komi sárþjáð á tannpínuvakt séu ekki raunveruleg, reynsla tannlækna sé bara vitleysa og mat þeirra á tannheilsu sé rangt!
Tryggingastofnun (nú Sjúkratryggingastofnun) ber ábyrgð á stefnu í tannheilbrigðismálum síðasta áratugar.
Allir sem vilja vita og þora að horfast í augu við staðreyndir vita hvað er að gerast í tannheilsumálum þjóðarinnar. Að kenna tannlæknum um - dugar ekki lengur, að saka þá um hræðsluáróður - er heimska. Íslenska tannheilsumódelið er aðeins nothæft til eins --að varast það!
![]() |
Snúa þarf við afturför í tannheilsu barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2009 | 16:27
Vegna greinar í Mbl
Grein Benedikts Jóhannsonar í Mbl 1. apríl s.l. vakti mig af værum svefni
BJ leggur út af nokkrum spurningum /ályktunum sem vert er að staldra við enda BJ þungur penni.
Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu? spyr BJ
1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
Mitt svar:Spurning vaknar um hvaða stórfyrirtæki BJ er að ræða. Ekki gildir hótunin um bankana lengur, þeir eru í ríkiseigu. Samfylkingin hinn mikli EB flokkur hefur séð til þess að hinir nýju eigendur halda uppi enn harðari vaxtastefnu en var áður. Stefnan í vaxtamálum er undarleg í ljósi þess að búið er að afskrifa stóran hluta skuldanna milli gömlu og nýju bankanna. Ríkisvaldið er aðeins að kreista síðasta kraftinn úr litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Hinir stærri fá sérmeðferð. Það hlýtur BJ að vita. Ekki fara álfyrirtækin úr landi, þau eru ekki íslensk. Ekki fara útgerðirnar úr landi, fiskurinn er veiddur hér og þessi fyrirtæki eiga ekkert nema skuldir. Veðhæfni kvótans verður gerð að engu enda löngu tímabært að endurskoða það misræmi í meðferð sameiginlegra auðlinda. Ég sé ekki hvaða fyrirtæki BJ er að ræða um. Eru einhver stórfyrirtæki eftir nema sem skúffufélög glæpagengjanna. Þaðan kemur ekkert sem eykur hag íslenskrar þjóðar. Séríslensk fyrirtæki sem byggja á markaði á Íslandi flytja ekki höfuðstöðvar svo auðveldlega úr landi. Og til hvers? Hvernig? Ef Heimur flytur erlendis þá hætti ég að skipta við það fyrirtæki og eitthvað annað fyrirtæki tekur upp þráðinn. Þannig er það bara.
2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
Mitt svar:Útlendingar vildu fjárfesta hér og hinn mikli EB flokkur, flokkur um frjálst flæði fjármagns og vinnuafls, Samfylkingin, vildi það ekki. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi þann aumingjaskap að gera ekkert, nákvæmlega ekkert til að breyta því. Álver væri í burðarliðnum á Norðurlandi og risið í Helguvík ef EB bullið hefði ekki heltekið hálfa þjóðina.
3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
Mitt svar:Hvernig það breytist með aðild að bandalagi þjóða sem byggir á því að frjáls fjármagnsflutningur og tilfærsla vinnuafls sé hornsteinn í sambandinu, gengur ekki upp. Ég tel að lánaviðskipti byggist á trausti milli aðila en ekki hvaða saumaklúbb þeir heiðra með nærveru sinni Hvaðan hafa stærstu lán til framkvæmda á Íslandi komið? Frá Evrópu? Nei. Frá BNA. EB löndin lánuðu glæpagengjunum með veði í mér. Ef enginn vill lána okkur þá er það afleiðing en ekki orsök.
4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
Mitt svar:Vextir míns reksturs hjá ríkisbankanum Kaupþingi eru 8,8 % ofan á gengistryggt lán með fullum veðum. Þeir sem eru að lána þjóðinni, ríkisbankarnir, bankar í okkar eigu, gera það á miklu hærri vöxtum en nokkurn erlendan banka dreymir um. Innganga í EB breytir engu um getuleysi í stjórnsýslu og fjármálastarfsemi og breytir engu um vaxtakjör ríkisbankanna.
5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
Mitt svar: Ef þjóðin er orðin að aumingjum þá breytist það ekki neitt með inngöngu í saumaklúbb stórvelda Evrópu. Aumingjar eru auðvitað velkomnir í svona bandalög, enda gera þeir ekki miklar kröfur. Ekki verður séð að gjaldþrot glæpagengjanna skaði okkur meir en orðið er.
6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
Og hvað með það. Að missa af lest eru ekki rök. Að ætla ekki upp í lestina er ákvörðun
7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti
Þetta er nú athyglisverðasti punktur BJ. Ég skil hann svo að þjóðin sé fátæk í hafti. Er það svo? Erum við fátæk? Við erum heimsk og gráðug. En erum við fátæk? Og hvar er haftið? Er það ekki einmitt umræðan, kosningar, bullið og lýðskrumið sem eru hin raunverulegu höft. Höft á allt frumkvæði og dug. Höft á frjálsa hugsun.
Og hverjum er ekki sama þó einhverjir gangi úr einum flokk í annan vegna EB? Er það ekki eðlilegur gangur lýðræðis? Af hverju á Sjálfstæðisflokkurinn endilega að skríða fyrir lýðskrumi og blekkingum?
Vð sem eru eftir í flokknum höfum hann svona meðan okkur líkar það. Er það ekki lýðræðið sem allir snobba fyrir nú ? BJ breytir engu þar um. Hann kýs þá einhvern annan flokk líki honum það betur.
8.4.2009 | 10:56
Hverju reiddust menn þegar vel gekk?
Á tveimur fyrstu mánuðum ársins nam útflutningur afurða frá orkufrekum iðnaði tæpum 40% alls útflutnings í verðmætum. Af hverju hlakkar í íslendingum þegar þeir halda að þetta gangi allt svo voðalega illa? Vona menn að það fari nú að ganga enn verr hjá þeim sem eru að framleiða eitthvað hér á landi? Er ekki komið nóg af niðurrrifi og svartnætti?
Hamingjusamastir eru þeir sem vona að það gangi svo illa hjá Landsvirkjun að hún fari í gjaldþrot! Gjaldþrot sem almenningur verður að borga!
Það sem vekur ugg og óhug er að það verður engu breytt - sama gengið ræður lífeyrissjóðum - bönkum - stjórnmálumum. Eina breytingin er háraliturinn.
Lést þú stela af þér nokkrum krónum í dag? Velkominn í hópinn. Þeir eru enn að.
![]() |
Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 15:16
Æ,æ bara ísland eftir sem skattaparadís glæpamanna?
![]() |
Sviss ekki lengur skattaskjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 06:50
Leggja thessa sukksjodi nidur strax
Af biturri reynslu af thessu sjodasukki tha liggur beint vid ad loka theim. Their lana ekki til uppbyggingar atvinnulifs en eru girugir i brask og bolufjarfestingar af øllu tagi. Samkrull spillingaraflanna hvort sem thad er verkalydsfeløg eda atvinnurekendur hefur ekki skilad neinu i thessu kerfi. Okkur var talin tru um ad thetta kerfi væri thad besta i heimi....vid vorum lika med bestu bankana...bestu stjornmalamennina ..allt thad besta. Raunveruleikinn blasir vid. Loka sjodunum. Allir leggja til hlidar ad lagmarki 10% tekna a eigin abyrgd hvar og hvernig sem their vilja.
Eftir ad hafa kropid fyrir lifeyrissjodum um ad fjarfesta i orkuvinnslu og rannsoknum a vegum sveitarfelaga og fengid thert nei tha er ekkert med thetta ad gera. Og sagt ad sjodirnir fjarfestu adeins gegn øruggum tryggingum!!!..Svei
![]() |
Hugmynd um lífeyrissjóði án fulltrúa SA ótæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar