Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.11.2006 | 14:06
En hvað með göng og styttingu veglína?
Nú þegar samgönguráðherra hefur lýst sýn sinni í vegamálum er rétt að staldra við. Eins gott og það er að fjórfalda vegi, lýsa þá upp og breikka, og reisa göngubrýr, er ljóst að mikið af þeim 26-18 eða 24 hjóla trukkum sem aka á vegunum, eru með farm sem allt eins gæti duggað sér í hraðskreiðum skipum milli hafna landsins (sem eru líka samgöngumannvirki). Það sem er helst til vandræða eru vegatálmar, ónýtar brýr, fjallvegir sem verða ófærir, lélegir vegir án slitlags.Lækning þessara meina er fyrst og fremst fólgin í gangagerð, styttingu veglína og góðar brýr. Flugvellir eru einnig samgöngumannvirki, vannýtt og þarfnast viðhalds og þar eru einnig tækifæri. Fjórföldum vegina, húrra fyrir því, en gleymum ekki því sem út af stendur.
21.11.2006 | 15:21
Að hafa áhrif og traust
Til að geta haft áhrif á gang mála þarf að hafa traust fólks. Traust er grundvöllur þess að mark sé tekið á hugmyndum og áformum. Traust er mikilvægt í samskiptum við aðra. Til að ná árangri verður að ríkja traust. Þeir sem sækjast eftir áhrifum verða að njóta trausts. Því er það einkennilegt þegar frambjóðendur eru að lofa einhverju sem þeir vita að þeir geta ekki staðið við. Eða bregðast trausti fólks. Enn undarlegra er að upplifa að frambjóðendur hafa ekki sjálfstraust. Frambjóðandi verður að treysta sjálfum sér til verka, það er svo annarra að dæma um hvort það verði til góðs fyrir samfélagið. Þesssi hugleiðing er fram sett í ljósi prófkjara sem farið hafa fram að undanförnu. Viðbrögð manna eru svo misjöfn við úrslitum, enda úrslitin oft óvænt eða misjöfn! Harka í prófkjöri hjá flokki manna sem eiga að standa saman er á margan hátt erfið , oft óviðeigandi, stundum spillandi, alltaf særandi. Kosningaskrifstofur einstaklinga í prófkjöri eru sérstök fyrirbrigði. Engin skrifstofa verður opnuð í mínu nafni vegna prófkjörsins n.k. laugardag. Fáið ykkur endilega kaffi og kökur hjá þeim sem hafa haft fyrir því að opna slíkar skrifstofur, látið líka aka ykkur á kjörstað á þeirra kostnað. En kjósið samkvæmt sannfæringu ykkar. Ég treysti á það.
20.11.2006 | 15:41
Eittþúsund gestir á blogsíðunni!
Já það er svo ! Eittþúsund innlit á þesum stutta tíma. Það er ótrúlegt því stóri flokkurinn minn hafði eitthvað á móti því að síður frambjóðenda kæmust til skila. T.d. var mér meinað að koma þessari litlu blogsíðu inn til kynningar á síðum flokksins. Síðan rankaði risaeðlan við og allt er núna kynnt á islendingur.is, heimasíður, blogsíður og fleira um prófkjörið. Það er ljóst að háhraðatenging er eitt af bestu málum sem hægt er að vinna að. Menntun og menning og mannleg samskipti eru komin til að vera á netinu. Eflum það en höldum því eins "hreinu" og hægt er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2006 | 01:11
Eru prófkjör eitthvað fyrir þig?
Nú eru fimm dagar til kosninga. Það má velta fyrir sér hvaða gagn er að prófkjöri sem svo til einvörðungu snýr að persónulegri kynningu frambjóðenda. Ekki veit ég hvort málefnin skipta einhverju. Í það minnsta ber ekki á málefnaágreiningi milli frambjóðenda. Einhver hrepparígur, annað ekki. Eftir nokkra mánuði verða svo einhverjir úr hópnum að stilla saman strengi í málefnabaráttu sem er auðvitað allt önnur en kynning og barátta á persónulegum forsendum. Þá reynir á allt aðra eiginleika en frambjóðendur eru að sýna í þessu persónukjöri. Sameiginlegir fundir virðast hafa farið í vaskinn að mestu leiti en fundur á Akureyri á miðvikudagskvöld verður vonandi haldinn. Ég hef ekki átt þess kost að mæta á marga fundi. Mætti á þrjá fyrstu fundina en vona að heimsóknir mínar á alla þéttbýlisstaði kjördæmissins skili einhverju, í það minnsta er ég miklu nær um margt.
18.11.2006 | 16:33
Hvað kostar prófkjörssslagur?
Nú eru komnar fram spurningar um kostnað við prófkjör frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Þær munu birtast í Austurglugganum í næstu viku ásamt svörum við nokkrum spurningum. Ég fór yfir minn kostnað og þá kemur í ljós að það er drjúgt að birta auglýsingar í mörgum staðbundnum blöðum. Einnig er erfitt að meta vinnutap, það er afstætt. Ef hugað er að skemmtana- og fróðleiksgildi þá koma vonandi allir út á sléttu. En prófkjör af þessu tagi er aðferð gærdagsins og eiga ekki framtíð fyrir sér. Svona verður ekki staðið að málum næst. Til að viðhalda spennunni þá læt ég bíða að birta minn kostnað opinberlega uns Austurglugginn kemur út.
17.11.2006 | 12:49
Hálendisvegir? Hvenær koma þeir?
Þegar ófærð og óveður krydda tilveruna er rétt að huga að því hvernig hálendisvegir yfir Kjöl og Sprengisand myndu minnka kryddið. Eins undarlegt og það er þá er ekki mikil snjósöfnun á þessum leiðum og þá sérstaklega Sprengisandi, en veður geta verið slæm. Vegagerð vegna virkjana er þegar hafin á þessum leiðum og er aðallega nýtt sem leið fyrir túrista. Því verður haldið áfram. Einnig mætti vel hugsa sér að leggja rafknúinn einteinung sem gengur á 400-500 km hraða á klukkustund milli tveggja staða á þessum leiðum og koma ferðatíma t.d. milli Mývatnssveitar og Hellu/Hvolsvalllar niður í 30 mínútur. Ekkert væri tekið frá þeim sem kæmu til að njóta útsýnis og lélegra vega en aðrir, sem væru einungis að komast (eða koma vörum) milli A og B á sem skemmstum tíma, yrðu kátir. Hvað finnst þér?
16.11.2006 | 14:04
Hvernig á að vinna prófkjör?
Nú styttist í prófkjörið þann 25. nóvember. Í morgun fékk ég vefpóst frá skrifstofu flokksins um að 142 væru nýir á skrá í kjördæminu. Það er í sjálfu sér ágætt en það vinnur enginn þetta prófkjör á þeim atkvæðum einum saman. Ég og mínir stuðningsmenn tókum þá ákvörðun að fara ekki ofan í flokkskrár félaganna í kjördæminu. Sjálfsagt er auðvitað, að þeir sem bjóða sig fram eigi þess kost að vita hverjir eru væntanlegir kjósendur, en við mátum meira að komast á alla staði og hitta fólk hvort sem það er í flokknum eða ekki. Ekki sést utan á fólki í hvað stjórnmálaflokki viðkomandi er. Innskráning þúsunda í flokkinn rétt fyrir prófkjör er samt aðeins verð íhugunar. Það er ekkert sem bannar kjósendum að vera í tveimur stjórnmálaflokkum, jafnvel fleirum. Það er raunar réttur hvers og eins að vera í hvaða félagi sem honum sýnist og taka þátt í störfum þess, eins og t.d. prófkjöri. Vei þeim sem reyndi að koma í veg fyrir slíkt. Það kallaði á samkeyrslu skráa flokkanna, sem verður vonandi aldrei leyfilegt. Í þessu sambandi hef ég velt því fyrir mér hvort ekki sé eðlilegt að geta verið í tveimur trúfélögum samtímis, jafnvel fleirum. Séra Þorgrímur á Grenjaðarstað sagði strax nei. En myndi það ekki auka þekkingu og víðsýni?
16.11.2006 | 07:36
Hlustaðir þú og horfðir á Silfur Egils?
Á sunnudaginn síðasta var ég boðaður í sjónvarpsþáttinn hjá Agli Helgasyni og silfri hans. Slóðin er http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10 og þarf síðan að velja þar þáttinn Silfur Egils og útsendingu 12. nóvember, - ef einhverjir hafa áhuga. Það var fróðlegt að heyra hvað helst var rætt í hópi þátttakenda í sminki og blinki (undirbúningi upptöku). Úrslit í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum og svo málefni annarra en íslendinga á Íslandi báru þar helst á góma.
Ég vona að einhverju hafi menn verið nær um mig og mínar skoðanir eftir þáttinn sem var auðvitað langt í frá tæmandi, en gaman var að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Ég vona að einhverju hafi menn verið nær um mig og mínar skoðanir eftir þáttinn sem var auðvitað langt í frá tæmandi, en gaman var að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 09:40
Eru prófkjör tímaskekkja?
Nú liggja fyrir niðurstöður úr nokkrum prófkjörum. Það er greinilegt að tvennt ræður niðurröðun á listum hjá kjósendum. Í fyrsta lagi er það búseta í þeim kjördæmum þar sem um það er að ræða og svo er það magn og gæði auglýsinga. Ekki virðist ráða öllu hvort frambjóðandi hafi aðstöðu þingmanns eða ekki þegar í prófkjör er haldið. Er það íhugunarefni hvernig best verði komið til móts við óskir um að hafa áhrif á niðurröðun lista án þess að særa heilbrigða skynsemi. Af hverju halda flokkarnir ekki opin prófkjör sama daginn hjá öllum? Það er hvort eð er ljóst að fólk tekur flokksskráningu ekki hátíðlega lengur og reglur flokkanna eru hálfhallærislegar í öllu þessu. Jæja þau eru bara súr! Fundur var hér hjá frambjóðendum í Ljósvetningabúð í Köldukinn í gær. Fundurinn var bráðskemmtilegur. Aðallega voru sagðar góðar sögur af framsókn, enda af nógu að taka. Mæting var að vísu ekki eins góð , sex mættu auk þriggja frambjóðenda. En einhvern veginn fannst öllum að salurinn væri fullur af fólki enda hlýtur að vera einhver pólitík hinum megin! Það er alltaf gaman á svona fundum. Það er greinilegt að þjóðlendukröfurnar eru ofarlega í hugum manna, kallast þjóflendukröfur hér í sveit. Verður að kalla eftir því hvort kröfur nefndarinnar eru í einhverju samræmi við umboð hennar sem kemur frá Alþingi.
11.11.2006 | 15:11
Fundir frambjóðenda skemmtifálegir eða fáskemmtilegir?
Nú hafa tveir fundir í fyrirhugaðri fundarröð frambjóðenda verið haldnir. Fyrsti fundurinn var í Mývatnssveit. Þangað komust tveir frambjóðendur, undirritaður tilvonandi alþingismaður og Arnbjörg Sveinsdóttir núverandi alþingismaður. Aðrir frambjóðendur komust ekki á fundinn vegna veðurs og færðar. Segir það mikið um ástand okkar vegakerfis því viljinn var mikill að koma. Fimm mývetnskir framámenn börðust á fundinn í góðu veðri og auðum vegum, fögnuðu okkur og föðmuðu og spunnust miklar og fróðlegar umræður, sérstaklega um nýframkomnar hugmyndir um þjóðlendur og atvinnuhorfur í sveitinni í framtíðinni. Var fundurinn skemmtilegur en frekar hávær á köflum
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar