Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er úrskurður ráðherra svona mikið fúsk?

Þessi sérkennlegi úrskurður eða álit ráðherra er engin smásmíði, heilar átján síður, þétt vélritaðar. Að þessi gjörningur ráðherra krefjist einhverra sérstakra útskýringafunda ráðherra er undarlegt. Það er úrskurðurinn sem gildir en ekki einhverjar afsakanir eða skýringar ráðherra eftirá. Það er hlutverk Skipulags ríkisins (ein skemmtilegasta stofnun landsins) að sjá um framkvæmd málsins en ekki ráðherra

Líklega er ráðherra að vakna upp við raunverulega niðurstöðu úrskurðarins.

Talsmaður Samfylkingarinnar í umhverfismálum gengur líka hreint til verks og telur úrskurðinn dauðadóm yfir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi og fagnar mjög áliti ráðherra. Í sama farveg falla orð svörtu náttúruverndarinnar. Bloggheimar sem eru fullir af óhamingjusömum opinberum skrifborðsauðnuleysingjum, hafa tekið umhverfisráðherra í sátt. Vonandi gengur ráðherra glöð til verka eftir þetta afrek.


mbl.is Þórunn boðar til fundar á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjástykki..........nokkur svör.

Góðan dag
Vegna sérkennilegrar ábendingar varaþingmanns Samfylkingar í Norðausturkjördæmi um Gjástykki er rétt að hafa eftirfarandi í huga:
1. Kröflueldar, gos, hraun og jarðbreytingar gengu yfir þetta svæði 1975 - 1984
2. Vegaslóði hafði legið meðfram girðingu áratugum saman rétt eins og hann gerir í dag. Til hvers girðing er þarna er mér hulið.
3. Fáir virðast hafa áhyggjur af öllu því gróna landi sem fór undir hraun við þessar hamfarir. Það var mörgum sinum dýrmætara og fallegra en steindautt hraunið sem verið er að upphefja.
4.Enn færri undrast að þarna er mikil beit á þeim fáu svæðum sen enn eru klædd einhverjum gróðri.
5. Hneykslast er á slæmum og illa gerðum vegi að Þeistareykjum sem er nokkuð greiðfær miðað við veginn að Dettifossi. Náttúrusnobbið hefur komið í veg fyrir góðan veg að Dettifossi.
6.Í sömu andrá er svarta náatúruverndin óhress með vegalagningu í Gjástykki, þar er þó verið að gera sem flestum fært að komast. Er það ekki af hinu góða? Ef þetta eru svona miklar náttúruperlur?
7. Sóðaskapur við hverasvæði er ólíðandi og rétt að taka á umgegni þar eins og annars staðar.

Þetta segja "saving iceland" liðið!

"Ég hef heyrt um miklu fleira fólk bæði eystra og á Húsavík sem hefur talið sig neytt til þess að "flýja" og flytja til Akureyrar eða alla leið suður. Gefin var út yfirlýsing á Húsavík að rétt væri að gera andófsfólki lífið leitt og því hefur verið fylgt eftir."

"Ég hef heyrt um miklu fleira fólk bæði eystra og á Húsavík sem hefur talið sig neytt til þess að "flýja" og flytja til Akureyrar eða alla leið suður. Gefin var út yfirlýsing á Húsavík að rétt væri að gera andófsfólki lífið leitt og því hefur verið fylgt eftir"

Þetta segir aðili (ÓR)sem ætlar að "upplýsa" þjóðina um Leirhnjúk og Gjástykki.!! Landsbyggðin þarf ekki neina "hjálp" slíkra aðila til að "halda sér uppi" og svo vill Villi "byggja upp atvinnu". Heyr fyrir honum og svo kemur auðvitað bunan um þetta allt annað sem "hinir" eiga að dútla við.
Við erum aðeins að nýta okkur OKKAR tækifæri til að lifa og dafna. Ekki er annað að sjá en að aðrir telji sig vera að gera það sama. Frá Valhúsahæð sést til þriggja álversframkvæmda og glæsilegar virkjanir gefa afl og yl. Flugvélar taka sig til lofts frá flugvöllum og bílar aka um götur. Til hamingju með það.


Hvað er sannleikur?

Vegna athugasemda svörtu náttúruverndarinnar hér á undan:

Þeir sem halda að þeir séu þeir einu sem eru með "sannleikann" á hreinu eru brjóstumkennanlegir besserwisserar. Að lesa færslur svörtu náttúruverndarinnar og umhvefissnobbsins um þetta mál er holl lesning. Að vera á móti atvinnuuppbyggingu og mannlífi er í góðu lagi og þar stendur Samfylkingin sig afar vel. Aðrir verða þá bara að beita sér af meiri ákveðni.  Að nota völd á vafasaman hátt til að hefna persónulegra harma sinna er aftur á móti hallærislegt, og alls ekki gott þegar ráðherra á í hlut.

Sumum hentar best að eiga við dauða ísbirni, slétt hraun og "ósnert" víðerni. Sveitarstjóri Norðurþings á heiður skilinn fyrir dugnað og heiðarleika í þessu máli.


mbl.is Norðurþing skoðar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur alls ekki á óvart

Ráðherra umhverfismála hefur verið í þessum gír og ákvörðun hennar kemur í kjölfar ófara í ísbjarnarblúsinu, hrakfara fyrir Össurii, og lélegrar ímyndar. Eru eðlileg viðbrögð við eigin getuleysi og auðmýkingu.
Láta bera á sér, sópa yfir hrukkur á ferlinum.
Sú spurning hlýtur að vakna hvernig fyrirtæki eiga að geta komið að rekstri og uppbyggingu í þessu umhverfi. Umhverfi óstöðugleika og tilviljanakenndara ákvarðana.
Eins nauðsynlegt og það er að hafa eðlilega sýn á umhverfi og verndun þá hljóta ráðherrar að eiga að virða jafnræði og sýna einhvern sjálfsaga og sanngirni. Eiginhagsmunir og áhrif örsmárra öfgahópa svörtu náttúruverndarinnar mega ekki ráða för og eiga ekki að ráða för.
Eru þetta kaldar kveðjur til þeirra sem hafa sætt sig við hugmyndir ráðherra um þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Sú sátt byggðist á einhverju trausti og pínulítilli trú á ráðherra umhverfismála, þó henni hafi ekki verið ljóst í hvaða sveitarfélögum þessi þjóðgarður átti að vera.
mbl.is Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldsneyti er ekkert dýrara hér en annarsstaðar!

 

 

Þetta er verðið í Evrópu í dag á 95 OKT bensíni á líter í Evrum. Við erum orðnir kvörtunarsjúkir aumingjar.

Evran er 122 krónur í dag og þó hún væri 100 krónur þá værum við en innan Evrópumarka. Þið viljið auðvitað eiga heima í Rúmeníu?

Hvar er svarta náttúruverndin núna? Er ekki gott að minnka eldsneytiseyðsluna?

 
Romania 1.00
Bulgaria 1.01
Cyprus 1.03
Lithuania 1.03
Latvia 1.04
Estonia 1.05
Slovenia 1.06
Malta 1.09
Greece 1.12
Spain 1.13
Hungary 1.16
Ireland 1.17
Luxembourg 1.19
Slovakia 1.21
Poland 1.22
Czech Rep. 1.23
Austria 1.25
Sweden 1.30
United Kingdom 1.35
France 1.37
Danmark 1.38
Italy 1.39
Portugal 1.39
Finland 1.41
Germany 1.43
Belgium 1.44
Netherlands 1.51

Heimild http://www.energy.eu/#prices

Með kveðju

Sigurjón Benediktsson Húsavík


mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík

Nú er loksins komið að því að fjallað verði um náttúru og umhverfi í Þingeyjarsýslum af einhverri sanngirni og á forsendum heimamanna. Alltof lengi hafa sjálfskipaðir aðilar verið að senda frá sér sérkennilegar sérgæskulegar kærur og tilkynningar sem eiga sér engan hljómgrunn og enga stoð í raunveruleika þeirra sem búa í Þingeyjarsýslum. Vonandi verður nú umræðan á heimavelli frjó og fjörleg sem mun leiða til umhverfisvitundar sem okkar fagra náttúra á sannarlega skilið.
Gott verður að losna við forræðishyggjuna og einokun sjálfskipaðra fræðinganna á umræðunni.

mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnajökulsgarður? Nei takk!

Friðþæging malbiksfólksins vegna allra sinna umhverfisvandræða er að steypa saman öllum verstu hugmyndum um umhverfisvernd í vonlausan þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Hugmyndir um garðinn eru gæfulausar frá byrjun. Ekki er ætlunin að bættar samgöngur verði hluti af ferlíkinu og hugmyndir um "aðgangshlið" og "enga truflun á landi" boða aðeins einangrun og stækkun eyðimarka. Það er svo sem eins og vænta mátti og sama hugmyndafræðin og býr að baki öðrum þjóðgörðum hérlendis. Hugsunin er að svona garðar séu aðeins fyrir fáa útvalda. Á stórum jeppum, með svifryk í augum, engar grænar hendur hvað þá þjónusta við ferðalanga. Þeir sem eru svo óheppnir að búa við ofríki þjóðgarðshugmynda af þessu tagi ættu að taka sig saman og segja meiningu sína á svona vitleysum. Nýir stjórnmálamenn sem gera út á þessi mál hafa ekkert í farteskinu nema fallegar myndir. Þurfa ekki vegi eða þjónustu enda fljúga þeir bara á staðinn, menga svolítið, velja fallegustu staðina og bestu dagana, eru svo farnir burt aftur á malbikið til að koma afurðunum í verð. Um að gera að láta svo einhverja aumingja hokra í einhverri ferðaþjónustuútgerð sem hefur hvorki samgöngur né afþreyingu til að gera rekstur mögulegan. Vatnajökulsgarð. Nei takk.

Setjum bara (Steingrím)Joð á það!!!

Brot úr Steingrímsmessu hinni meiri. Þetta er stórkostleg lesning. ORÐRÉTT:

Eitthvað annað eru þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjánlegur og mögulegur vöxtur þar: -Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -Framhaldsskólinn á Húsavík -Sýslumaður og lögregla -Þekkingarseturs Þingeyinga -Náttúrustofa Norðausturlands -Háskólasetur H.Í. á Húsavík -leik- tónlistar- og grunnskólar -félagsþjónusta -áhaldahús -bæjarskrifstofur -veitustarfsemi sveitarfélagsins, raforkuframleiðsla úr afgangsgufu frá hitaveitu og tengd sorpbrennsla eru allt góð dæmi um umsvif sem eru "eitthvað annað" *"Eitthvað annað" er þjónusta á vegum einkaaðila: -bankar -verslanir -iðn- og handverksþjónusta -byggingarstarfsemi, viðhald, viðgerðir, verkstæðisrekstur.

Eitthvað annað er ferðaþjónusta, mesta vaxtargrein íslensks atvinnulífs sl. 30 ár: -hvalaskoðun -hvalamiðstöð og söfn -veitinga- og gististaðir -bílaleiga, rútuútgerð, bílstjórar, leiðsögumenn, landverðir og hvers kyns afþreying *Garðarsstofa á Húsavík er "eitthvað annað" Eitthvað annað eru matvælavinnslu- og iðnfyrirtækin í gömlu mjólkurstöðinni. *"Eitthvað annað" er Norðlenska saltfiskverkun, hausaþurrkun og önnur umsvif GPG, landvinnsla Vísis, útgerð báta og skipa......lífrænar gulrætur í Öxarfirði og kryddjurtir og te í Aðaldal eru "eitthvað annað" .....


Hér kemur Steingrímsmessa Joð Sigfússonar hin meiri

  Hér má sjá grein formanns Vinstri grænna sem birstist í litla sæta bæjarblaðinu okkar, Skarpi, í síðasta mánuði.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband